Garður - 01.10.1945, Side 4

Garður - 01.10.1945, Side 4
2 GARÐUR Þá er brautin nokkurn veginn ákveðin og hin borgaralegu störf bíða að loknum björtum stúdentsárum. Það er því ekki að furða, þótt stiídentshúfuna og stúdentsárin beri liátt í hillingum minninganna. Það er því ekki að furða, þótt gleði- hreimur sé í söng ungu mannanna og kvennanna, þegar þau ganga út úr gamla skólanum með nýja hvíta kolla og stúdentsskírteinið í vas- anum: „Gaudeamus igitur, juvenes dum sumus ..." ★ * * Og svo tala menn um liinn sanna stúdentsanda, um eilífa tryggð og gleði stúdentsáranna. Auðvitað eru þá stundum rómantískar ýkjur og skáldleg gylling borin i myndina. En stúdentarómantíkin er þó ekki tóm stundarblekking. Ilinu langa námi og skólagöngu fylgir ákveðinn blœr, sérstakar venjur. I menntaskólum og háskólum eru ungmenni, sem liafa helgað sig lœrdómsiðkunum lengur en títt er um annað fólk. Og þessi langa skólaganga hlýtur að setja svip sinn á námsfólkið. Lang- ar samvistir ungs fóllcs á sviyuðu reki leiða af sér nána kynningu og fjörugan félagsskap. Söngurinn verður samœfðari, fyndnin greiðari í svórum eftir því sem samvcruárunum fjölgar. Ekkert líf getur verið sœlla og eftirsóknarverðara heilbrigðu og menntunarþyrstu fólki en nám í góðum skóla með góðum félögum. Og þótt námið kunni stund- um að þykja langt og þurrt og lesturinn strembinn, er fjörið og þysinn þeim mun ákafara og óbundnara, þegar sprett er úr spori. Og um hina traustu tryggð og fölslcvalausu vináttu, sem tekst á stúdentsárunum, er ekki öllu logið. A skólaárunum, œskuárunum, er hugurinn einmitt nœmastur og opnastur fyrir áhrifum. Föst vinátta og náin kynni hljóta því að takast víða með ungum mönnum, sem árum saman sitja hlið við hlið, glíma við sömu viðfangsefnin og stunda sömu leikina. Ahrifin, sem■ markast djúpt í unga sál, eru haldgóð og óbrot- gjöm. Margir rosknir menntamenn sjá i belckjarbróður og skólafélaga sama unglingsstrákinn og fyrir tugum ára. Embœttismaður, sem sýnist vera virðuleikinn og alvaran einber í daglegum störfum og háttum, getur orðið Ijónfjörugur œringi, sem lœtur vaða á súðum í glaðvœrum

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.