Garður - 01.10.1945, Page 8
6
GARÐUR
Var nú stjórn ráðsins gefið umboð til að velja ritstjóra og sjá um
frekari framkvœmdir. Fyrir valinu varð Ragnar Jóhannesson cand. mag.,
sem um langt skeið hefur haft bœði mikil og góð afskipti af málefnum
stúdenta. Þegar þessi skriður var kominn á málið og allar aðstœður
voru teknar til nánari atliugunar, þótti ráðlegt að leita hófanna um
samvinnu við eldri stúdenta um útgáfu timaritsins. Var þá sjálfgert
að snúa sér til stœrsta og elzta stúdentafélags á landinu, Stúdentafélags
Reykjavíkur. Þótti með því fengin meiri trygging fyrir velgengni fyrir-
tœkisins og öruggari starfsgrundvöllur.
Upp frá þessu varð samvinna milli þessara tveggja aðila í öllu því,
er laut að útgáfustarfsemi þessari. Tveir menn voru útnefndir sem að-
stoðarmenn ritstjórans, Björn Þorsteinsson stud. mag., tilnefndur af
Stúdentaráði, og Benedikt Bjarklind lögfrœðingur, tilnefndur af Stúd-
entafélagi Reykjavikur. Tímaritinu var valið nafnið „Garður“, en við
það nafn munu margir stúdentar eiga sínar beztu minningar tengdar.
Þeir tímar eru nú liðnir, er íslendingar fengu eklti fullnœgt fróð-
leiksfýsn sinni og lestrarlöngun, vegna mjög takmarkaðs bókakosts. A.
síðustu árum hefur svo mikill fjöldi bóTtu, blaða og tímarita komið á
markaðinn, að mörgum þyltir nóg um. Og víst er um það, að á Islandi
eru fleiri bœJcur, blöð og tímarit út gefin að tiltölu við fólJcsfjölda en í
nokkru landiöðru.
Það kann því að vera, að sumum virðist sem það sé að bera í bakka-
fulJan læJcinn, er enn eitt tímaritið hefur göngu sína. Ilvað sem þvi
líður, er hér á ferðinni tilraun íslenzkra stúdenta til að halda úti eigin
málgagni til fróðleiks og skemmtunar fyrir sjálfa sig og aðra.
Og enda þótt því verði ekki Jialdið fram hér, að íslenzkir stúdentar
séu betur fallnir til slíkrar útgáfustarfsemi en aðrir góðir og gegnir
menn, þá verður það að minnsta kosti fyrirfram að teljast ósennilegt,
að útgáfustarfsemi fari þeim ver úr hendi en öðrum. Og eitt er víst, að
vilji og viðleitni þeirra, er að tímariti þvi standa, er nú Jcemur fyrir
almennings sjónir í fyrsta sJcipti, stendur til þess að gera það svo úr
garði, að sómi verði að.
— Megi „Garður“ eiga langa og gifturíka framtíð.
GVÐMVNDVR VIGNIR JÓSEFSSON,
formaður Stúdentaráðs Iláskóla íslands.
EINAR INGIMVNDARSON,
formaður Stúdentafélags Reykjavíkur.