Garður - 01.10.1945, Side 16

Garður - 01.10.1945, Side 16
14 GAUÐUR þess fjárstyrk frá íslendingafélaginu í Höfn. Það var ekki stór bók, en í handhægu broti og í hana var þjappað ótrúlega mörgunx kvæðum. 'Talsvert gætti nýrra og frjálslyndra sjónarmiða í vali kvæðanna, enda varð bókin skjótt vinsæl og notuðu ýmsir hana ekki síður til lestrar heimafyrir en til söngs á kvöldvökum. Annað atriði, sem mönnum lék mikill hugur á, var að koma út blaði •eða tímariti. Stúdentafélagið leitaði samvinnu við íslendingafélagið, en liún tókst ekki, því að íslendingafélagið óskaði eftir léttu fréttablaði .en stúdentar vildu heldur stærra og veigameira rit, þótt það kæmi þá sjaldnar út. Að nokkru leyti mátti segja, að báðar hugmyndir kæmust í framkvæmd, því að íslendingafélagið fjölritaði fréttabréf þau frá ís- landi, er fyrst komu frá Ilelga P. Briem í Portúgal, en síðan frá sendi- ráðinu í Höfn, og sendi þau félagsmönnum, er Stúdentafélagið réðst í útgáfu Fróns, eins og kunnugt er. Fróni var ætlað að koma út fjórum sinnum á ári og eru nú komnir tveir árgangar og eitt hefti á þann þriðja, Ætlunin var að fá íslendinga á öllu meginlandi Evrópu til að lesa það og skrifa í það. Fyrra atriðið tókst að vonum, hið síðara miklu lakar. Ritið var nær einvörðungu ritað af Hafnarstúdentum, gömlum og ungum, og mæddi rnest á þeim Jóni Helgasyni og Jakob Benedikts- syni, eins og kvöldvökurnar. Jakob var ritstjóri, en Jón skrifaði manna mest og bezt í það. Auðvitað orkar alltaf tvímælis um það, livernig svona rit tekst, en víst er það, að Frón var vel lesið og vinsælt. Sú • eina gagnrýni, sem ég hef um það heyrt, er að það hafi sett markið of hátt og þess vegna hafi sumir kynokað sér við að senda því greinar af ótta við kröfur ritstjórans um mál og stíl. Vert er að geta þess að mest- •öll vinna við Frón og aðrar framkvæmdir Stúdentafólagsins var ólaun- uð. Menn fengu engin ritlaun, allt byggðist á góðvild og áhuga þátt- takenda. Það er engum vafa bundið, að Frón varð þeim, sem að því unnu, góður skóli og vann þarft verk við að glæða menningaráhuga og efla þjóðrækni meðal þeirra íslendinga, sem dvöhlu á meginlandi Evrópu þessi ár. Undir handarjaðri Stúdentafélagsins hafa sprottið fram sérfélög eða fagflokkar eins og glímuflokkur, fimleikaflokkur, skákfélag og Atli, fé- lag neme.nda við Landbúnaðarháskólann, en hér er ekki rúm til að segja nákvæmar frá þeim, enda þótt sum þeirra væru þess fyllilega verð. Samhliða þeim framkvæmdum, sem hér hefur verið drepið á,

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.