Garður - 01.10.1945, Page 25
23
HEIÐARBÝLIÐ OG SJÁLFSTÆTT FÓLK
Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) við sknjborð sitt.
og veðurbitið, Ólafur var sjaldan hreinn í framan. Hár og skegg prýddu
heldur ekki mikið, hárið var ijóst, en oftast ógreitt, og skeggið ekki
annað en hýjungur“. Og enn segir um augnasvipinn: „Það var engu lík-
ara en að Ólafur væri sísyfjaður, og upplitið var jafnan ódjarflegt og
kindarlegt“. Enn er Ólafi lýst að innræti, og er það ekki öllu glæsi-
legra en útlitið. Höf. leggur sig sérstaklega eftir því að gera sem minnst
úr Ólafi. Ilann er að tala um, hverjum sr. Halldór hafi kynnzt fyrst
á bænum: „Annar var svartflekkóttur hundur...........Ilinn kunning-
inn var Ólafur sauðamaður“. Með þessum óglæsilegu lýsingum vakir
fyrir Jóni Trausta að gera sem minnst úr Ólafi til þess að sýna, hve
fórn Höliu hafi verið mikil. Ólafur er gerður eins lágkúrulegur og frek-
ast er hugsanlegt. Manni myndi jafnvel þykja meira til hans koma,
ef einhver áberandi löstur væri sýndur í fari lians, en hann fær ekki
einu sinni að njóta þess.