Garður - 01.10.1945, Side 26

Garður - 01.10.1945, Side 26
24 GARÐUR í fari Bjarts er hins vegar allt stórbrotið og hrikalegt, enda er H. K. L. að lýsa hetju (sbr. hetjusaga). Eitt er þó sameiginlegt með þeim Bjarti og Olafi og kemur vel í Ijós, eftir að þeir eru byrjaðir búskap. Það er hin mikla gestrisni. Iíjá Ólafi er það hið eina geðfellda í fari hans. Jón Trausti hefur þekkt of vel, hve almenn gestrisni íslenzkra bænda og þá sérstaklega smábænda er, til að geta neitað Ólafi líka um það. H. Iv. L. leggur einnig mikla áherzlu á þetta, og eins og kurt- eisin birtist í sinni fullkomnustu mynd á Islandi, þannig talar Bjartur óvirðulega um það, sem hann veitir gestum sínum, svo sem: kleinu- tortur, sykurlús, rúsínutuðrur, kaffiþvag. Eins og áður hefur verið drepið á, voru það ldiðstæð atvik, sem ollu því, að þeir fengu konurnar og gátu byrjað búskap, Ólafur og Bjartur. En sá var munurinn, að Halla hafði gefið Ólafi kost á sér gegn skilyrðum og Ólafi því verið allt ljóst frá upphafi, en Bjartur gekk aftur að eiga Rósu án þess að vita neitt, enda mjög ólíklegt, að hann hefði gengið að eiga hana, ef honum hefði verið allt ljóst. En þegar það rennur upp fyrir lionum, er það um seiiian, og upp frá því ber á afbrýðisemi hjá honum, sem hann getur aldrei sigrazt á. Þó lætur hann barnið aldrei gjalda þess (eins og Ólafur), eftir að það er fætt, nema síður væri. En hér er ekki um hlið- stæður að ræða, því að ILnlla missti sitt barn, þar sem Asta Sóllilja lifði og Rósa dó, en IJalla lifði. Ef til vill hefði afstaða Bjarts orðið allt önnur til Ástu Sóllilju, ef Rósa hefði lifað, því að Ásta Sóllilja nýtur endurminninganna um móður sína hjá Bjarti. Hjá Ölafi er af- brýðisemin gagnvart barninu mjög áberandi, og getur það stundum bitnað á Höllu. Honum fannst hún venja það á keipa og óþekkt og var „að verða leiður í lund út af þessu og var stundum hálfönugur við IIöllu“. Hjá hvorugum hjónunum var því sambúðin mjög ástrík, enda var varla við því að búast. Ólafur hafði ætíð verið mjög skyggn á tilfinn- ingar Höllu gagnvart sér. Hann verður upp með sér fyrir hönd hennar, þegar hún gerist herbergisþerna sr. Halldórs, og setur það strax í sam- band við sig, þegar Ilalla gerist hljóðari um haustið. Eftir að þau Halla hafa opinberað trúlofun sína, tekst honum furðu fljótt að telja sjálfum sér trú um, að Halla hafi í raun og veru aldrei unnað neinum nema honum. Við hjónabandið er takmarki hans náð. Til þess höfðu draumar hans staðið, lengra hafði hann ekki hugsað. Svo þegar sigur-

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.