Garður - 01.10.1945, Page 29
heiðarbýlið og sjálfstætt fólk
27
Stúdentar jrá Menntaskólanum í Reyhjavík 19i5.
háð og tvísýn, og lesandinn er látinn fyigjast með átökunum mílli
þessara tveggja dýrategunda um þær fáu heytuggur, sem eftir voru, er
lýkur með því, að kýrin er leidd út og skorin.
Hjá Jóni Trausta liggur þetta aftur ekki jafnljóst fyrir. Að vísu má
rekja veikindi Ólafs til of erfiðra lífsskilyrða, samanber bréf læknisins..
Og af veikindunum hlýzt það, að Ólafur getur ekki heyjað nóg um
sumarið. Hér eru því farnar krókaleiðir, þó að útkoman verði sú sama,
að þá báða, Ólaf og Bjart, skortir heybirgðir. En hjá Jóni Trausta er
engum aðdraganda að þessu lýst, alveg andstætt því, sem H. K. L.
gerir. Upphafið á Þorradægrum hefst einmitt á því, að kýrin er skotin:
„Byssuskot, sem ekki gerir meira tjón en það, að granda lífi einnar
geldmjólka belju.......“.
Kýrin í Heiðarhvammi er skotin urn haustið, seint í október, áður