Garður - 01.10.1945, Side 35

Garður - 01.10.1945, Side 35
heiðarbýlið og sjálfstætt fólk 33 bitin þennan dag, þá finnur hún eitthvað sterkt og ofsalegt brjótast um í sér. Það var hatrið. Halla fær nú Ólaf til að gerast héiðabónda, eins og áðui' hefur verið vikið að. En Halla fer ekki til heiða vegna sjálfstæðisþrár eins og Bjartur, heldur til að geta leynt betur leyndar- nialinu. Halla hafði unað sér vel í húsmennsku. Það ber ekki á neinni olgu og óánægju hjá henni, fyrr en elskhuginn bregzt, alveg andstætt því hjá Bjarti. Síðan snýst allt um það hjá henni að hjálpa lítilmagn- anum. Og hún lætur hart mæta hörðu, ef því er að skipta (sbr. viðskipti hennar við Borghildi). Stolt á Halla og til, t. d. þegar hún vísar sr. Halldóri á bug með storkandi orðum, þegar hann kemur í Heiðar- hvamm. Eins býr í Rósu ósveigjanlegt stolt. Þannig beitir hún hótunum við Bjart, þegar hún gat með' einu orði haft það á valdi sínu, hvort hann fór eða var kyrr. Og stolt hennar gagnvart skáldkonunni, sem hafði fullkomnað auðmýkingu hennar, nálgast ofmetnað. Þó að Rósa sé þarna hjá Bjarti eins og í trölla höndum, stendur hún samt við hlið hans, ef á reynir. Þegar stúlkurnar, í heimsókn í Sumarhúsum, spurðu hana, hvernig hún kynni við sig, saug hún „upp í nefið og varaðist að líta upp og sagði, að það væri sosum ósköp frjálst“. Halla stendur líka við hlið manns síns, en þar er hún sú sterka. Hún mótar Olaf, en ekki öfugt. Rósa er alltaf þolandi, atvikin koma fram við hana. Halla stendur hins vegar í stórræðum. Þar fær Halla útrás fyrir hinar miklu tilfinningar sínar, og eins býr hún sér til hugarheim. Hjá hvorugri er hjónabandið ástríkt, enda er Ólafur óvenjulegt lítilmenni. Hjá Bjarti má finna þungan tilfinningastraum undir niðri. En Bjartur getur ekki beitt þeirri viðkvæmni né nærgætni, sem þarf til að létta af henni hin- um þrákelknislega dapurleik, sem er athvarf hins sigraða. Þau geta aldrei mætzt. Tilfinningar þeirra fara alltaf á misvíxl, unz það var um seinan — á kveðjustundinni. „Hann tók mal sinn og kolluprik og kyssti konu sína ferðbúinn: Vertu sæl — sagði hann — rósin mín. Þeg- ar hún varð vör hlýleikans, sem kveðjan geymdi, þá þiðnaði hjarta hennar“.......En ekkert áframhald varð, því að Rósa er liðið lík, þeg- ar Bjartur kemur aftur. Erfitt er að sjá hvort hjarta Höllu hafi nokk- urn tíma þiðnað fyrir Ólafi. Þó fer Hailla með tímanum að meta Ólaf meir. Hún hefur haft bætandi áhrif á hann. „Samt vakir alltaf í huga hennar eitthvert andvarp yfir hjónabandi hennar, — einhver óljós 3

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.