Garður - 01.10.1945, Side 48

Garður - 01.10.1945, Side 48
46 GARÐUR þúsund krónur og var það helmingi hærra en hinn áætlaði kostnaður á Gamla Garði. Þar að auki bárust rnargar aðrar gjafir. Aætlað var í upphafi, að húsið myndi kosta uppkomið um 600 þúsund krónur. Mun tvímælalaust óhætt að fagna því, að mönnum tókst ekki að sjá þar betur fram í tímann, því að hætt er við því, að lítið hefði orðið úr framkvæmdum, ef Ijós hefði verið hinn raunveru- legi kostnaður í upphafi. llefði vafalaust engum komið til hugar þá, að auðið myndi að afla fjár til þess að standa straum af byggingar- kostnaði, sem nam cinni milljón og 400 þúsundum króna, en það varð hinn endanlegi byggingarkostnaður. Nýi Stúdentagarðurinn var vígður 31. júlí 1943. Hinn óþreytandi formaður byggingarnefndarinnar, próf. Alexander Jóhannesson, afhenti Garðstjórn þá húsið til umráða og kvað „stærsta ævintýri íslenzkra ,stúdenta“ nú vera lokið. Má það líka teljast sannkallað ævintýri að koma upp milljónabyggingu á jafnskömmum tíma og byrja með tvær hendur tómar. Hér er ekki auðið, fremur en um Gamla Garð, að telja alla þá upp, sem lögðu fram dýrmæta aðstoð til þess að koma þessari ævintýrahöll upp, en þeirra mun engu síður verða minnzt en frumherjanna að bygg- ingu Gamla Garðs. Ég er í nokkrum vafa um það, að stúdentar geri sér til hlítar Ijóst, hversu mikilli þakkarskuld þeir standa í við þá menn, sem liér voru að verki og þjóðina alla, því að ef Nýi Garður hefði ekki komizt upp hefðu áreiðanlega margir stúdentar utan af landsbyggðinni orðið að hætta námi fyrir fullt og allt. Nýi Stúdentagarðurinn er ætlaður til íbúðar 60 stúdentum, en und- anfarna tvo vetur hefur hann hýst um 90 stúdenta. Hann er fyrst og fremst reistur sem íbúðarhús og því er þar lítið um salarkynni og ekk- <ert rúm fyrir matsölu, enda gert ráð fyrir því, að sameiginlegt mötu- neyti yrði á Gamla Garði, er liann losnaði. Herbergi öll eru mjög hag- anlega útbúin, en því miður hefur ekki enn verið auðið að búa þau að "húsgögnum vegna fjárskorts. Allar sömu heimilisreglur gilda á Nýja íGarði sem hinum eldri.

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.