Garður - 01.10.1945, Page 51
Vísa Jóns lögmanns Sigmundssonar
Man ég fegri fífil minn.
— Þó flestu sé nú rúinn. —
Gœfan lék við lögmanninn,
— en löngu er breyttur hagurinn,
og auðurinn frá okkar dyrum snúinn.
Gottskálk hvorki grið né tóm
gefst þó bein mín rotni.
Stolti biskup, styrkum róm
stefni ég þér fyrir œðri dóm
að svara þar til sakar fyrir drottni!
Hópwr vina horfinn er,
og hnigin gœfusólin,
en guð hefur sjálfier gefið mér
geisla þann, sem aldrei fer
leiðar sinnar, þó fjúki flest í skjólin.
Eklci tóku þeir allt frá mér,
sem yfir mig helltu banni,
því huggun mín og himinn er
hún, sem aldrei burtu fer
frá óalandi og óferj'andi manni.
Frelsarinn mun frómri sál
fylgja á tœpu vaði.
Djúp er kalt í dauðans ál,
drekk ég lífsins hestaskál,
þegar ég ríð í hinzta sinn úr hlaði.
ÓSKAR MAGNÚSSON
frá Tungunesi.
4