Garður - 01.10.1945, Síða 58
56
GARÐUR
heldur fyrr en síðar á seinni hluta 20. aldar. Fram í þennan mánuð
trúðum við því, að bókakosturinn væri öruggari fyrir gereyðingu stríðs
í tvennu lagi en einu. Nú er orðið hætt við, að kjarnasprengja, sem
eyddi öðru safninu, skildi ekki mikið eftir af hinu heidur, svo að þar
hvarf ein mótbáran gegn sameiningu. Hér er ekki rúm né staður til
að rökleiða aftur og fram um rekstrarsparnaðinn og bókaauðgunina,
aukin notendaþægindi, bætt skilyrði háskólans og annað gott, sem af
sameiningu mun leiða á sínum tíma, né örðugleikana á skjótri fram-
kvæmd hennar, er aðeins að lýsa yfir þessu: Hún skal koma, bíðið
bara við.
Með þessu lýsi ég eindregnu fylgi við kunna hugmynd, sem Guð-
mundur Finnbogason beitti sér nokkuð fyrir, meðan hann var lands-
bókavörður. Hún var í fám orðum sú, að þegar framvinda tímans krefst
þess, að Landsbókasafn fái nýtt hús, en hið gamla verði til annarra
hluta haft, á að reisa nýja safnhúsið á háskólalóðinni, þannig að innan-
gengt sé milili þess og bókageymslu háskólans, og gera um leið á báðum
söfnum þær skipulagsbreytingar, að aílir helztu kostir sameiningar ná-
ist, hvort sem enn verður þá kallað, að tvö séu söfnin eða eitt.
Með þessum söfnum eru hin beztu viðskipti, eins langt og þau ná,
og dálítil samvinna. Til dæmis mun öflun nýrra bóka verða deild nokk-
uð niður á söfnin eftir viðfangsefnum, bæði til þess að hindra, að sömu
rit séu oft keypt til beggja, og til þess að notendur viti, að hvoru safn-
anna skal snúið með bækur í hverri grein um sig.
Reykjavík, 1!). ágúst 1945.
Björn Sigfússon.
Konur og Stúdentafélagið
Á fund Stúdentafélags Revkjavíkur,
sem lialdinn var 18. nóvember 1893, var
boðið 20 konum. Telur Indriði Einarsson,
að það bafi verið í fyrsta skipti, sem kon-
um bafi verið boðið á félagssamkomu hér
ú landi. En þelta var skemmtifundur.
Rétt er að geta þess, að þegar konurnar
voru farnar af fundi, um kb hálf tólf,
settust félagsmenn að drykkju. Hófust þá
ræðuhiild, og sagðist einn ræðumaður, sem
\-ar Góðtemplari, líta björtum augum á
lífið og „tala hér eins og maður, en ekki
sem Good-Templar“.