Garður - 01.10.1945, Qupperneq 64
62
GARÐUR
Steingrímur fyrir þeim söng, því að okkar hestar voru af Kjalarnesinu.
Sagt er að vísan sé eftir einhvern Æra-Tobba, hún er svona:
Ivjalars læt ég klunkara hlunkara dunkinn
arka úr kjarkans orðahöll,
ambara vambara fram á völl.
Þessa vísu kváðum við oft á þessari ferð og margar fleiri; okkur
fannst hestarnir hressast við sönginn og svo lá náttúrlega vel á okkur
þarna í skauti hinna fögru fjalla. Obyggðirnar eru víða töfrandi á ís-
landi, vald náttúruaflanna svo stórfenglegt, við dáðumst að tigninni,
göfginni og fegurðinni í öllum litum og línum, lakast að okkur fannst
við verða svo litlir sjálfir, en samt vorum við nú orðnir hálfgerðir
útilegumenn, höfðum bara frelsið fram yfir gömlu útilegumennina, en
þeir voru þá aftur hraustari og meiri fyrir sér.
Við komum upp að Norðlingafljóti og yfir það slysalaust, enda var
það aldrei neinn verulegur Þrándur í Götu okkar. Þarna var áningar-
staður — nú fór að skerðast um þá, því að háheiðin er fremur hrjóstrug
og nú fór umhverfið að Ijókka — melaöldur og stórgrýtt holt og leir-
flög á milli. Að Arnarvötnum vorum við komnir um klukkan 7, dagur-
inn bráðum á enda, ef fara átti eftir klukkunni, en okkur kom saman
um, að nú þyrftum við ekki að taka neitt tillit til hennar, nú yrði ekki
hringt neinni skólaklukku til að kalla á okkur í námsstund eða til bæna,
ekki til máltíðar né sængur, nci, hér voru allir útilegumenn, óháðir
•tíma og rúmi — gerviútilegumenn líka. Við áttum auðvitað að borða
meðan hestarnir blésu mæðinni og kroppuðu, en nestið var af skornum
skammti eins og áður er getið. Þó fann Páll Vídalín töluvert af harð-
fiski og þurru hangikjöti í tösku sinni, settumst við að máltíðinni og
'létum ekki á okkur fá, þótt réttir væru ekki margir. Við lofuðum og
blessuðum Pál fyrir þessa björg, en ýmsar getgátur komu fram um
það, hvernig hún væri fengin. Páll var göfugur maður og vandaður
með afbrigðum, áttum við því bágt með að bregða honum um ófróm-
leika, þótt hann væri útilegumaður í svip. Að lokum var það samþykkt
með öllum atkvæðum, að einhver góð og skynsöm vinnukoma hefði
iaumað þessu í farangur hans og talið þá Ifklegra, að hann kæmist lif-
;andi úr þessari svaðilför. Hún hafði ekki hugmynd um það, blessuð