Garður - 01.10.1945, Qupperneq 79
IIÁSKÓLAÞÁTTUK
77'
í sumar hafa skolað miklu af rauða
litnum af sumum þeirra, svo að
þeir verða orðnir hvítir með haust-
inu.
STÖRF STÚDENTARÁÐS,
SKEMMTANALÍF 0. FL.
Það mun verða of langt mál að
gera ýtarlega grein fyrir öllum
störfum og ályktunum Stúdenta-
ráðsins, sem kosið var haustið
1944. Ilér verður aðeins drepið á
það markverðasta.
1. des. gekkst ráðið fyrir hátíða-
liöldum, og var prófessor, dr. Ein-
ar 01. Sveinsson fenginn til að
flytja ræðu af svölum Alþingis-
hússins.
I anddyri háskólabyggingarinn-
ar var dansleikur á gamlárskvöld,
og var vel til hans vandað eins og
að undanförnu. Anddyrisballið er
mjög vinsælt og orðið höfuð-
skemmtun vetrarins. Stúdentar
eru þar í salarkynnum sínum, veg-
legum, fögrum og rúmgóðum, og
þrengsli og loftleysi spilla þar ekki
gleði manna, en listfengir stúdent-
ar hafa keppzt um að fegra og
prýða salina, til þess að þeir séu
sem glæsilegastir þetta kvöld.
I marz gekkst Stúdentaráð fyrir
kvöldvöku að Ilótel Borg, og sum-
arjagnaður stúderita var haldinn
á sarna stað síðasta vetrardag.
Hvort tveggja þóttu góðar
skemmtanir.
Stúdentablaðið var gefið út 1.
des. og 17. júní, og Vasabók stúd-
enta kom á markaðinn um vetur-
inn. Hefur hún að geyma margs
konar fróðleik.
Boðsundskeppni var háð í Sund-
höll Reykjavíkur að tilhlutun
ráðsins, og var hún milli fram-
haldsskólanna’ í bænum.
Síðasta vetrardag önnuðust
stúdentar dagskrá útvarpsins, og
flutti Ólafur Ólafsson stud. mag.
þar stórmerkt erindi um skálda-
málið forna og kom þar fram með
nýjar, frumlegar skýringar á
nokkrum torskildum vísum.
Síðasta og mesta afrek ráðsins
var að hrinda af stað tímariti, sem
á að kynna Háskólann og störf
hans betur en kostsur hefur verið
á áður, og heldur það nú í fyrsta
sinn úr garði.
Stúdentaráð samdi nokkrar til-
löguí til ríkisstjórnarinnar varð-
andi liagsmunamál stiidenta, en
hefur fengið fremur daufar undir-
tektir. Ein tillagan var um það, að
Lyfjafræðiskóli íslands yrði gerð-
ur að sérstakri deild í Háskólan-
um, svo að lyfjafræðinemar verði
aðnjótandi sömu réttinda og há-
skólastiklentar. Stúdentsmenntun
er inntökuskilyrði í Lyfjafræði-
skólann svo að það þykir yfirleitt
réttmætt, að lyfjafræðinemar hafi
sama rétt til styrkja og Garðsvist-
ar og aðrir háskólaborgarar.
Önnur tillaga var samin um það,
að allsherjarrannsókn væri gerð á
því, hvar brýnust væri þörf á há-
skólaborgurum, svo' að stúdentar