Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 12
til kynna aö marktækur munur væri þar á milli. Þegar með-
mæli eru rituð vegna umsókna nemenda um inngöngu í fram-
haldsnám í erlendum háskólum, er algengt að kennari taki
sérstaklega fram, hvernig einkunnagjöf er háttað.
Byggingarverkfræðiskor hefur til þessa útskrifað fleiri
nemendur en hvor hinna verkfræðiskoranna eða alls 122 á
móti 102 í rafmagnsverkfræði og 79 í vélaverkfræði. Ekki er
unnt að gera ráð fyrir að skorin haldi þessari forystu, þar eð
nemendafjölgun er nú mest í rafmagnsverkfræðiskor. Á
mynd 4 má sjá hvernig skorin hefur staðið sig, miðað við
heildina.
Mywcl H
Misserzi
i I- i 2. i 3. 5. t <&. , 7- j 3 i
-
Sðiviei<jin Stær<5 - fraetJl
Cjrunn Kliw
- frae^I ECrtis- ■fraeði'
Ver Ufr«3eS»
- 0or3arbols-
- API- •T ræcK Siraum- fraaS.'
Jdr3-
íráeSi
Tei kni- VdrtYta-
Serhaeft
I48H - 1085
Ekki ervitað með neinni vissu, hvað hefurorðið um þessa
nemendur, þar eð engin könnun hefur farið fram á ferli þeirra
eftir að þeir sögðu skilið við skólann. Hins vegar má áætla
með sterkum líkum, að um 70% þeirra hafi fyrr eða siðar lagt
á sig framhaldsnám. Ekki er annað vitað, en að öllum þeim,
sem hafa reynt við framhaldsnám, hafi vegnað vel.
hAisseni
J J
I98H- 1985
Myná 5
M y io cl (d
Núverandi nám
Námskerfið, sem unnið er eftir, gerir ráð fyrir 15 vikna
haustmisseri, jólaleyfi, 2 vikna próftíma, 15 vikna vormisseri
með einnar viku leyfi um páska og loks 2 vikna próftíma.
Sjúkra- og upptökupróf eru haldin að hausti, vikunafyrir upp-
haf haustmisseris.
Námið er metið í einingum, þannig að ein eining svarar til
einnar viku náms. Þannig miðar hið fjögurra ára verkfræði-
nám við að nemandinn Ijúki minnst 120 eininga námi. Núver-
andi námsskipan i byggingarverkfræði gerir ráð fyrir 121 ein-
inga námi auk sumaræfinga í landmælingum í 5 vikur.
Námsskipanin hefur að mestu leyti verið óbreytt frá upp-
hafi, aðeins verið um litla hreyfingu eininga milli einstakra
fagsviða að ræða. Núverandi námsskipan.gerir ráð fyrir að 35
einingar á fyrstu 3 misserunum séu sameiginlegar milli verk-
fræðiskoranna. Er nemendum þannig gert auðvelt að innrita
sig á öðru ári í aðra skor en þá upþhaflegu.
Að loknu sameiginlega grunnnáminu tekur við 26 eininga
sérhæft grunnnám. Má því segja, að fyrstu tvö námsárin telj-
ist til grunnnáms. Hið eiginlega verkfræðinám hefst síðan á
þriðjanámsári og skiptist það í 55 einingaraf námskeiðum og
5 einingalokaverkefni. Skiptingunámsins íofangreindahluta
má sjá í myndrænu formi á myndum 5, 6 og 7.
Á myndum þessum má einnig sjá, hvernig námið skiptist
milli einstakra fagsviða. Kemur þar fram, að byggingarverk-
fræðihluti námsins er án valfrelsis eða sérhæfingar.
Byggingarverkfræði er, eins og hinar grunngreinar verk-
fræðinnar, mjög víðtæk. Áeinn eðaannan hátt, snertir hún öll
mannvirki sem kunna að vera reist á landi, i sjó, lofti eða
geimnum. Þessi mannvirki tengjast annars vegar umhverfi
mannsins og hins vegar hvers konar starfsemi, sem hann
kann að hafa með höndum, til þess að afla sér viðunandi lífs-
skilyrða. Á öllum sviðum þarf að reisa mannvirki, flytja fólk
eða hluti eða tempra og hreinsa umhverfi mannsins. Hér er
athafnasvið fagsins svo umfangsmikið, að til fyrstu próf-
gráðu er alls ekki unnt að gera betur en að tæþa á helstu
atriðum, sem kunna að skipta máli.
12