Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 14

Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 14
Misseizi Til þessa hefur nám í byggingarverkfræði við Hl stefnt að því, að veita nemendum nokkra innsýn i hin ýmsu svið, sem fagið spannar. Var námið því i upphafi skipulagt á mjög breið- um grundvelli og enginn kostur gefinn á valfrelsi. Nauðsyn þessa lá Ijós fyrir meðan verkfræðistéttin var hIutfalIslega fámenn og verkfræðingum var nokkur nauðsyn á að vita eitt- hvað um allt. Nú á síðustu árum hefur starf verkfræðinga hins vegar beinst æ meira inn á ýmis sérsvið eftir því sem markaðsgrundvöllur hefur risið fyrir slíka starfsemi. Er því að öllum líkum orðið tímabært, og jafnvel nauðsynlegt, að bjóða upp á meiri fjölbreytni i námi i byggingarverkfræði við HÍ. Breytt námsskipan í upphafi er rétt að spyrja, hvort nægar ástæður liggi fyrir til þess að huga að breyttri námsskipan. Er því þá fyrst að svara, að til þessa hafa ekki verið fyrir hendi möguleikar á virkri tilraunakennslu, en þar er breytinga að vænta. í öðru lagi, hafa kröfur þær sem þjóðfélagið gerir til kunnáttu bygg- ingarverkfræðinga stóraukist á síðustu árum. í þriðja lagi, hafa möguleikar á tölvunotkun stóraukist. Ef litið er á hvern þessara þátta fyrir sig, þá má segja, að væntanlegt tilraunakennsluhúsnæði skapi þörf á breyttu kennslufyrirkomulagi í þeim námskeiðum þarsem unnt erað nýta möguleika húsnæðisins, án þess í sjálfu sér að krefjast frekari breytinga. Aukin tölvunotkun á verkfræðistofum krefst þess einnig, að kennsluháttum sé breytt, án þess að Ijóst sé á þessu stigi, hvort frekari breytinga sé þörf. Kröfur til kunnáttu verkfræðinga hafa aukist á ýmsa vegu hin síðari ár. í hönnun mannvirkja má til dæmis nefna breyt- ingu frá notálagshönnun yfir f markástandshönnun. Breyting þessi hefur leitt til verulegs sparnaðar fyrir verkkaupa, en jafnframt stóraukið bæði umfang og erfiði hönnunarinnar. Þá hafa sambýlisvandamál þjóðfélagsins stóraukist og gert nauðsynlegar miklu viðameiri forsendukannanir en áður, jafnframt því að samhæfingarþörf áhrifaþátta er orðin Ijós. Loksmánefna,aðöll „auðveldu" verkin hafaásinn hátt þegar verið unnin og að mikil mannvirkjagerð á sér nú stað við aðstæður, sem áðurvoru ekki taldar mögulegar. Þessi aukn- ing á kröfum þjóðfélagsins til verkfræðinga kallar því á leng- ingu fullnaðarnáms. Þörf á lengingu fullnaðarnáms í verkfræði hefur þegar verið viðurkennd meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Námið er nú minnst 4 og 1/2 ár í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en 5 og V2 ár í Danmörku. Á islandi þarf að miða við minnst 5 ára nám sem fullnaðarnám þar eð fámennið gerir meiri kröfurtil fjölhæfni en ella. Þegar nemandi leggur út í 5 ára háskólanám, þarf hann að eiga einhverja útgönguleið, sem unnt er að nota með sóma, ef námið gengur ekki of vel eða til þess að taka hliðarspor frá því námi, sem Hl kynni að bjóða upp á. Er því talinn kostur fyrir nemandann, að 5 ára námsbraut sé í raun skipt í tvö stig, þó að kennslulegaséð fylgi því fremurókostiren kostir. Hins vegarmáteljaþað nauðsynlegt að nemendureigi opnaraðrar leiðirtil fullnaðarnáms en þær sem HÍ kann að bjóða. Sé svo ekki, verður veruleg hættaáað íslenskir verkfræðingar verði allir steyptir úr sem næst sama móti og að stéttin úrkynjist með tímanum. Á mynd 8 má sjá hugsanlegt grunnskipulag 5 ára verk- fræðináms. Er þar miðað við , að nemandinn geti hlotið BS gráðu að loknu 3 áranámi, en hlyti MS gráðu, ef fullnaðarnámi væri lokið. Ekki eru likur á að slík BS gráða yrði viðurkennd af Verkfræðingafélagi íslands á annan hátt en sem áfangi að öflun réttindatil verkfræðingsheitis. Samanburður á núverandi námsskipan og þeirri tillögu, sem felst i mynd 8, sýnir eftirfarandi skiptingarmöguleika námseininga. BS Nú- verandi MS nám nám nám Sameiginl.grunnur 30 35 30 Sérhæfður grunnur 21 26 33 Byggingarverkfræði 39 55 72 Lokaverkefni 0 5 15 Einingar samtals 90 121 150 Til þess að ofangreint fyrirkomulag reynist framkvæman- legt, kann að vera nauðsynlegt, að setja ákveðnar inngöngu- kröfur i námið. Slíkar kröfur gætu verið þannig, að þess væri krafist að umsækjandi hefði lokið fu11naðarprófi sem svaraði til stúdentsprófs og fæli i sér ákveðinn fjölda námseininga á menntaskólastigi í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, íslensku og erlendum tungumálum. Stærðfræði á fyrstu tveimur árum byggingarverkfræði- náms yrði að minnka og færðist þá mismunurinn frá því sem nú er upp á fjórða ár. Einnig yrði að flytja einhver sérhæfðu grunnnámskeiðin frá öðru upp á fjórða eða fimmta ár. Byggingarverkfræði á öðru og þriðja ári yrði að vera almenns eðlis og án sérhæfingar. Gamla reglan, að vita eitt- hvað um allt, yrði enn að vera í gildi. Þetta stafar af nauðsyn sérfræðingsins að geta unnið með öðrum sérfræðingum og þar af leiðandi að geta gert sér grein fyrir þeim vandamálum sem samstarfsaðilareiga við að glíma, þannig að sem bestar samræmdar lausnir finnist. Byggingarverkfræði á fjórða og fimmta ári gæti verið almenn að hluta, en sérhæfð að hluta. Álitamál er, hvernig sú hlutaskipting ætti að vera. Einungis yrði boðið upp á tak- markaðan fjölda sérhæfingarsviða og yrði framboð þeirra að miðast við markaðsmöguleika. Auðvelt er að leggja fram tillögur að alls konar sérviðum, sem taka mætti upp við kennslu innan skorarinnar. Meðal hugsanlegra möguleika má meðal annars nefna bæjarverk- fræði, framkvæmdafræði, húsagerð, mannvirkjahönnun, orkuvinnslu, samgöngutækni og rennslisfræði. Hver þess- 14

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.