Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 16

Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 16
MS ara sviöa yröu boðin fram, yröi að fara eftir mati skorarinnar og stéttarinnar á framtíðarþörfum þjóðarinnar og getu kenn- araliðsins til þess að fullnægja einstökum sérþörfum á við- unandi hátt. Bæjarverkfræði hefur ekki notið mikillar hylli hérlendis, enn sem komið er. Vandamál á þessu sviði fara þó sívaxandi og eru þess eðlis, að full þörf er þar fyrir nokkurn fjölda sér- fræðingaákomandi árum. Hafaber í huga, að verkfræðinemi, sem hefur nám sitt í dag, er ekki kominn í fullan þroska í starfi sínu fyrr en að minnst tiu árum liðnum. Skipulag og stjórnun framkvæmda er væntanlega það starfssvið, sem býður upp á mesta framtíðarmöguleika. Stöðug tæknivæðing allraframkvæmdaleiðirtil mikiltarfjár- festingar framkvæmdaaðila í ýmiss konar búnaði. Þennan búnað þarf að reka á sem hagkvæmastan hátt, þannig að verkkaupi fái f raun að njóta ávaxtanna af fjárfestingum verk- takans. Það eitt, að vinnuvélakostur landsmanna fer sívax- andi, krefst þess að hann sé skynsamlega nýttur. Húsagerð er líklegaþað svið byggingarverkfræðinnar, sem mest ervanrækt hérlendis. Um þriðjunguraf fjárfestingarfé þjóðarinnarfertiI húsbygginga, starfsemi sem erenn að veru- legu leyti á heimilisiðnaðarstigi. Full þörf er á að fé til hús- bygginga sé nýtt á hagkvæmari hátt en nú er og eru bætt hönnun, betri efnismeðferð og stóraukin vinnuhagræðing þar áhrifamest. Ekki er ástæða til að ætla, að unnt verði að komaásérhæfðu námi áþessu sviði nemaþað tengist aðein- hverju leyti tæknimenntunarþörfum arkitekta. Mannvirkjahönnun er eitt af fáum sviðum, sem unnt er að eflastrax. Full þörf erá að taka upp frekara nám en nú er veitt á steypu-, stál- og timburhönnunarsviðum og að tengja það nám betur við ríkjandi hávinda- og jarðskjálftaáhættu á íslandi. Orkuöflun Islendinga tengist vatni og vindum að miklu leyti. Framleiðsla rafmagns úr fallvötnum eða sjávarhreyf- ingum annars vegar tengist framleiðslu rafmagns og/eða varma með beislun vindorku og jarðgufu. Allir þessir þættir eru háðir rennsli eða streymi lofts eða vökva, ofanjarðar eða neðan, og eru náskyldir. Ekki er vitað, hvort nægur markaður finnst innanlands fyrir sérþekkingu á þessu sviði, til að rétt- lætasérstakt kennsluframboð á vegum skorarinnar, en vert er að bendaánýleg dæmi um útflutning samsvarandi þekkingar frá Islandi. Samgöngur þjóðarinnar eiga sér stað á láði, legi og í lofti. Miklar fjárfestingar liggja í samgöngumannvirkjum af ýmsu tagi. Oft hefur verið sagt, að besta fjárfesting þjóðarinnar væri að koma varanlegu slitlagi á alla þjóðvegi landsins. Fræðasviðið nær hins vegar ekki eingöngu til hönnunar og byggingar samgöngumannvirkja, heldur ekki síst til skipu- lagningar og stjórnunar samgöngukerfa. Rennslisfræði er það fræðasvið byggingarverkfræðinnar sem fjallar um streymi í opnum eða lokuðum rásum. Stjórnun vatnsstreymis ofanjarðar eða neðan, hvort sem er með tilliti til virkjana eða flóða, öflunar og flutnings heits eða kalds neysluvatns, jafnt sem flutnings frárennslisvatns, er veiga- mikill þáttur í rekstri þjóðfélagsins. Lokaverkefni yrði hæfilega langt til þess að nemandanum væri boðið upp á gagnlega sérhæfingu, en jafnframt nægi- lega viðamikið til þess að verða framlag til þekkingarsköp- unar innan byggingarverkfræði. Fimmtán vikna lokaverkefni mundi hafa þau áhrif, að stórefla rannsóknir innan skorar- innar. Til þess að unnt sé að bjóða fram va! milli: námskeiða innan byggingarverkfræðiskorar, nýta kennsluframboð annarra verkfræðiskora eða leyfa þátttöku í námskeiðum 16

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.