Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 20
Námsferð 1984
Ferð byggingarverkfræðinema á 3. ári um
Mið-Evrópu sumarið 1984.
Eftir Eirík Bragason, Cunnar þ. Cuðmundsson
og Harald Sigþórsson
I. AÐDRAGANDI
Hin árlega námsferö okkar átti sér nokkurn aðdraganda.
Snemma vetrar 1983 hófst grlöarleg skipulagning náms-
feröarinnar, bæði hvaö varðar fjáröflun og ferðaáætlun.
Eftir að hafa velt vöngum yfir hinum ýmsu fjáröflunar-
leiðum og metið kosti og galla mismunandi hugmynda var
samþykkt eftir harða rimmu, að blaðaútgáfa væri hagkvæm-
asta leiðin. Með skipulegu starfi og samhentum átökum var
hafist handa við blaðaútgáfuna. Söfnun efnis og auglýsinga
tókst með afbrigðum vel og kom blaðið út i mars.
Jafnhliða blaðaútgáfunni hófust hrikalegar deilur um
ferðaáætlun. M.a. var rætt um ferðir til Bandaríkjanna,
Japans, Norðurlandanna o.fl., en engin samstaða náðist um
þessar hugmyndir. Er leið á veturinn ágerðust deilunar mjög
og þótti mönnum horfa í tvísýnu með málalyktir. Á miðjum
þorragerðist þó sáatburðurað Júlíus nokkurSólnes geystist
fram á völl vopnaður sáttatillögu. Jákvæður kliður fór um
hópinn og vartillagan samþykkt með litlum breytingum. Var
hún i megindráttum þessi:
Danmörk: Heimsókn í Danmarks tekniske Hojskole
Brúarlyfting við járnbrautarstöð
Byggðaskipulag á N-Sjálandi, Kronborg
Framkvæmdir við nýja brú á Storströmmen
Berlín: Bæjarskoðun í V- og A-Berlín
Listasöfn og fornminjasafn
Heimsókn ÍTechnische Universitát in Berlín
Byggingaframkvæmdir
Holland: Heimsókn í Tækniháskólann í Delft
Ijsselmeer, hringferð
Landþurrkun hjá Haarlem
Rotterdam-Europoort
Delta-mannvirki
Listasafn í Amsterdam
V-Þýskaland: Stálvalsverk (Thyssen)
Nýtískulegar brýr á Rín og hliðarám
Önnur umferðarmannvirki
Dómkirkjan í Köln
Þann 26. júní varsíðan haldið af stað. Fyrsti viðkomustaður
var Kaupmannahöfn, síðan flogið til Berlínar en ferðinni lauk
i Hollandi 12. júlí. Þátttakendur voru nær allur bekkurinn eða
17 manns auk aðal- og varafararstjóra.
Ferðin heppnaðist mjög vel og átti fararstjórinn, Einar B.
Pálsson prófessor, mestan þátt í því.
Standandi frá vinstri: Hollenskur
sjómadur, Arnþór Halldórsson,
Davíð Baldursson, Jónas Þór
Snæbjörnsson, Jóhann
Kristjánsson, Árni ísberg,
Guðmundur Nikulásson, Ásgeir
Margeirsson, Sigurður Guðjóns-
son, Jón Kristinsson (arkitekt í
Hollandi), Gunnar Þór Guð-
mundsson, Bjarni Viðarsson,
Kolbeinn Arinbjarnarson, Sig-
urður Sigurðsson, Einari B. Páls-
son (fararstjóri)
Sitjandi frá vinstri: Guðmundur
Jónsson, Aldís Sigf úsdóttir,
Guðríður Friðriksdóttir, Haraldur
Sigþórsson og Eiríkur Bragason.
Á myndina vantar varafararstjór-
ann, Baldvin Einarsson (hann tók
myndina).
20
i