Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 28
MYND 11. Dieblich-Winningen-brúin.
Brúargólfið er (136 m hæð yfir ánni, lengd þess er um 1 km
og breidd 30 m. Annars er brúnni best lýst með myndum.
Undirstöður eru á pelum, sem ná niður á klöpp. Stólparnir
líkjast bambusstöng um að gerð, 30 m á milli liða. Að sögn
verkfræðinganna var unnið á tveimur 12 tíma vöktum við upp-
steypu stólpanna, til þess að forðast steypuskil. Þrjár vikur
tók að steypa hvern stólpa. Brúarþversniðið er hins vegar úr
stáli. Allt efni kom á byggingarstað á vörubílum, þar sem það
var boltað saman og híft upp í 12m lengjum.
Loks skal þess getið, að leiðsögn hópsins þennan dag, var
í höndum verkfræðinga frá þýsku vegamálastjórninni. Þeir
leituðust við að útskýra með kortum og línuritum, gerð
brúnna og vinnutilhögun við byggingu. Snæddi hópurinn
með þeim ógleymanlegan hádegisverð i boði verktaka
Koblenz-brúarinnar við sjálfan brúarfótinn. Seinna um
daginn var boðið upp á Ijúffengar veitingar, efst í brúarstólpa
Mósel-brúarinnar, þ.e. í 136 m hæð yfir ánni. Þessi rausnar-
legu leiðsögumenn voru síðan kvaddir með húrrahrópum,
eftir ævintýralega bátsferð niður Rín.
Querschnitt
im Feld mit Querverband
Mannvirkjagerð og innréttingar
Tek að mér að byggja bæði stórt og smátt.
Hús - Innréttingar og hverskonar mannvirkjagerðir.
Geri tilboð í margskonar verk. Hef vöru- og sendiferðabifreið, Case gröfur4x4
Massey Ferguson gröfur, loftpressu og PH-vökvakrana 30 tonna, ásamt öllum
áhöldum til steypuvinnu.
Einnig alls kyns trésmíðavélar. - Vanir menn við öll störf.
Austurvegur 44 ásamt bifreiðum og vinnuvélum.
Trésmiðja
Sigfúsar
Kristinssonar
BANKAVEGI 3
SELFOSSI
Sími: Verkstæði 1550
Heima: 1275.
28