Upp í vindinn - 01.05.1985, Side 30

Upp í vindinn - 01.05.1985, Side 30
VATNSFÆLUR — skílgreining og notkun — Eftir Hákon Ólafsson, verkfræðing hjá Rb Hákon Ólafsson. Stúdent M.A. 1961. Lauk prófi í byggingar- verkfræöi frá NTH í Þránd- heimi 1966. Verkfræöingur í steypurannsóknarstofu NTH 1966-67, í ráðgjafarverkfræði- stofu Ásbjörn Myklebust i Þrándheimi 1967-68 og Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins frá 1968, yfirverk- fræðingur þar frá 1976. Inngangur Flestar skemmdir á byggingum sem leiða til grotnunar byggingarefna stafa á einhvern hátt af háu rakastigi. Dæmi um slíkt eru frost- og alkalískemmdir í steypu og fúi í timbri. Ef stöðva á skemmdirnar verður að lækka rakastigið og ræðst þá af aðstæðum hvaða aðgerðir eru vænlegar í því skyni. I grein þessari ætlaég að skýrafrá þeim árangri, sem hefur náðst við að lækka rakastig í steinsteypu með því að notasvo- nefndar vatnsfælur. Niðurstöður þær, sem sýndar verða, eru hluti af stærri rannsókn, sem framkvæmd var við Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins þar sem könnuð voru áhrif mis- munandi aðgerða á rakastig í steinsteypu. Vatnsfælur Vatnsfælur er nýyrði yfir flokk efna sem borin eru á stein- steypu í vökvaformi og valda því að steypan hrindir frá sér vatni sem á henni mæðir í stað þes að draga það í sig. Efna- flokkur þessi er stór og má skipta honum í grófum dráttum í þrjá undirflokka, þ.e.a.s. sílíkon, síloxan og mónósílan. Sílíkonf lokkurinn er stærsturenda hefur silíkon verið á mark- aðnum í langan tíma. Síloxanefnin komu siðar en mónósílan er nýjast og er aðeins vitað um einn framleiðanda á þvi efni í heiminum í dag. Umrædd efni hafa þann meginkost að þau hindra að vatn gangi inn í steypuna án þess að loka henni fyrir rakastreymi í formi gufu. Er því ekki hætta á að raki, sem fyrir er í steyp- unni, lokist inni, en það er einmitt helsti galli ýmissa sterkra málningartegunda. Munurinn kemur greinilega fram á myndum 1—3. Munur er á umræddum vatnsfælum, einkum hvað varðar endingu efnanna og hæfni þeirra til að standast einhliða vatnsþrýsting. Sílíkon og síloxan mynda himnu utan á steyp- unni, sem hrindir frá sér vatni. Efnin brotna niður fyrir áhrif útfjólublárra geisla sólarljóssins, sem á greiðan aðgang að slíkum yfirborðsefnum. Mónósilanefni, sem hafa u.þ.b. tífalt minni mólekúl, myndaáhinn bóginn engayfirborðshimnu en smjúga inn í steypuna og ganga i efnasamband við hana. Sólarljósið nær þvi ekki að brjóta þau niður og endingin verður margföld (a.m.k. 10—15 ár). Sílíkonefni hafa ekki þótt henta á lárétta fleti þar sem vatn getur staðið á þeim þar eð þau standast ekki vatnsþrýsting. Mónósílanefni standa hins vegar einkar vel gegn þrýstingi vatns eins og sýnt er hér að aftan. Þau henta þvi vel á lárétta fleti. Myndir 1, 2 og 3 sýna rakaflæði í steyptum vegg fyrir og eftir meðhöndlun a) með vatnsfælu b) með þéttu yfirborðslagi 30

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.