Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 34
Hugvísindahús
Háskóla íslands
Stutt lýsing á innra skipulagi og gerð
eftir dr. Magga Jónsson, arkitekt.
Maggi Jónsson. Húsasmiður 1957, tæknifræðingur Stokk-
hólmi 1960. B.Arch. og M.Arch. frá Michigan-háskóla, Ann
Arbor U.S.A. Doktorspróf á sviði forskriftargerðar og hönn-
unar skóla- og fræðslustofnana, frá sama skóla 1974. Störf á
arkitektastofum, við byggingareftirlit og hönnun 1960-69.
Starfar frá 1974 sem arkitekt í Reykjavík og er ráðgjafi Há-
skóla íslands í byggingar- og skipulagsmálum.
Algengt er í háskólanum að byggingar séu gerðar til sér-
hæfðra nota og nýttar sameiginlega af mörgum greinum.
Æskilegt er þó að haldasamnotkun innan hæfilegramarkatil
að auka ekki að óþörfu umferð milli bygginga innan háskóla-
svæða.
Um Hugvísindahúsið má segja að það sé háskólahús
frekaralmenns eðlis til notafyrir hugvísindagreinar. Forskrift
að húsinu gerir ráð fyrir tiltölulega háu hlutfalli vinnu-
herbergja fyrir kennara og sérfræðinga. Auk þessa einkenna
forskriftina allmörg misstór umræðu- og hópvinnuherbergi
auk stærri kennslusala. Þá er þar gert ráð fyrir tveim tungu-
málastofum, bókasafni og opnu rannsóknarrými. í kjallara
siðari áfangaersvo ráðgerð aðstaðatil æfinaráupptöku fyrir
sjónvarp.
Húsið er byggt í tveimur áföngum, en í síðari áfanga verða
einkum vinnuherbergi auk nefndrar sjónvarpsaðstöðu.
Stærð kennaraherbergja var ákveðin 18 m2. Með tilliti til
notagildis, þ.m.t. kennslu fámennra hópa var valið að gera
herbergin í hlutföllunum 385 x 465 cm (17,9 m2). Þetta kallaði
á tiltölulega langa útveggi. Á sama hátt var valið að gera
stærri herbergi (kennslustofur) í þeim hlutföllum sem best
hentaði hverju herbergi fremur en velja ákveðna húsbreidd
(eða húsform) og aðlaga herbergi að henni.
Segja má að lögun hússins ráðist af hvernig til tókst að
raða saman fyrirfram ákveðnum fjölda eininga af þeirri lögun
sem talin var henta hverri einingu best fremur en að ganga
útfrá reglubundnu eða fyrirfram ákveðnu formi sem gæfi
málamiðlun milli minni og stærri herbergja. Útkoman varð
svo „með átján hornum allt um kring“ eins og andríkur Árna-
garðsbúi kvað á sínum tíma.
Grunnmyndir
1. hæð.
2.hæð.
3. hæð.
34