Upp í vindinn - 01.05.1985, Síða 44

Upp í vindinn - 01.05.1985, Síða 44
Einingahús á íslandi Eftir Björn Marteinsson og Jón Sigurjónsson verkfræðinga hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Jón Sigurjónsson, f. 3. maí 1945 í Hveragerði. Stúdent M.R. 1965, f.hl. próf i verkfræði frá H.í. 1968, próf í byggingar- verkfræði frá KTH í Stokk- hólmi 1971. Verkfr. hjá Þóris- ósi sf. 1971 og i Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins frá 1971. Björn Marteinsson, f. 9. jan. 1950 í Rvik. Stúdent M.L. 1970, próf í byggingaverkfræði frá H.í. 1974, próf í arkitektúr frá LTH í Lundi 1979. Verkfr. hjá Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins frá 1979. 1. Hugtakið einingahús Til einingahúsa eru venjulega talin hús, sem að meira eða minna leyti eru gerð í verksmiðjum. Verksmiðjuvinnan er mjög misjafnlega mikil eftir verksmiðjum og húsgerðum. Algengastar eru tvær gerðir eininga, þ.e. heilir veggir og minni einingar (1,20m). Einnig eru veggeiningar misjafnlega mikið frágengnarallt frá því að veraaðeins veðrunarkápa upp i að vera fulleinangraður veggur með fullfrágengnu yfirborði. Til einingahúsa teljast einnig hús þar sem efnun fer fram í verksmiðju en allarsamsetningareru gerðarábyggingarstað („precut systern"). Einingahús geta verið úr steypu eða timbri og eiga þá fátt sameiginlegt nemaaðferðina. Loks mánefnaað afhendingar- stig einingahúsa er æði mismunandi og þess vegna getur gæðamat húsgerða verið hæpið jafnvel frá sama framleið- anda, einstök hús sömu gerðar eru oft ekki sambærileg hvað frágang snertir. 2. Einingahús á íslandi — sögulegt ágrip. í fornum sögum segir að landnámsmenn hafi flutt hús sin með sér til íslands. Ef trúa skal þeim sögum eru það fyrstu íslensku einingahúsin. Ef undan erskilinn innflutningurátil- höggnu kirkjutimbri segir síðan fátt af einingahúsum fram undir1900. Um og eftiraldamótin bárust hingað nokkurnorsk timbureiningahús í svokölluðum sveitserstíl og nutu þau mikillavinsældaþáum stundir. Flest voru þettastokkhús vel viðuð, reisuleg og mikið skreytt. Eftir að steypuöldin var að fullu gengin í garð upp úr 1920 fór lengi vel lítið fyrir einingahúsum. í vesturbænum í Reykjavik og í Sunda- og Vogahverfinu má þó finna nokkur norsk og sænsk timbureiningahús, sem flutt voru til landsins á eftirstiðsárunum. Árin 1968—1969 voru flutt inn nokkur einlyft dönsk timbur- einingahúsog reist í Breiðholti í Reykjavík. Þessi hús voru öll frekar einföld að gerð. Stóra einingahúsaskriðan kom síðan eftir eldgosið í Heimaey 1973 til að leysa þann húsnæðisvanda sem þá skap- aðist á einni nóttu. Siðan hafa sprottið upp um 20 íslenskar einingahúsaverk- smiðjureinsog nánarverðurvikið að. Upphaf núverandi fram- leiðslu einingahúsa nær þó aftur til 1946 eða þar um bil. Frumherja á þessu sviði má telja Sigurlinna Pétursson sem framleiddi hús úr steyptum einingum og Snorra Halldórsson í Húsasmiðjunni sem byggði einingahús úr timbri. 3. Framboð íslenskra einingahúsa. 3.1. Frá íslenskum framleiðendum Timbureiningahús Framleiðslahefurvaxið árfráári, sjátöflu 1 og varum 200 hús árið 1984. Afkastageta verksmiðjanna er mis- munandi en ef framleiðslugeta Máts h.f., er ekki talin með, sem ekki er óeðlilegt vegna lítillar framleiðslu, er nýting verksmiðjanna skv. töflu 1 um 75% Auk íbúðarhúsa framleiða verksmiðjurnar einnig sumarhús og bílskúra sem ekki eru talin með i töflu 1. Timbureiningahús frá Mát hf. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.