Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 56

Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 56
túrbínur. Kostnaðurinn á orkueiningu við keyrslu einstakra stöðva er verðlagður hlutfallslega miðað við kostnað í gufu- aflsstöðinni við Elliðaár. Ef framleiðslavirkjanaog varastöðva nægirekki til að anna orkumarkaði, verður að grípa til orkuskerðingar. Hægt er að líta á orkuskort sem varastöð með ákveðnum framleiðslu- kostnaði eða skortverði. Nokkrum erfiðleikum er bundið að finna rétt skortverð og getur það aldrei verið nema nálgun á raunveruleikanum. Kostnaðarmatið á að endurspegla áhrif skerðingar úti í þjóðfélaginu. Skerðingin veldur kostnaðar- sömum truflunum í rekstri þjónustu- og verslunarfyrirtækja og í iðnfyrirtækjum og iðjuverum verður að draga úr fram- leiðslunni. Undirslíkum kringumstæðum verðurallurtilkost- naður meiri, framleiðni minnkar og getur þjóðarbúið orðið af umtalsverðum gjaldeyristekjum. Þarsem þjóðhagslegt mat á þessum kostnaði liggurekki fyrir, hefurverið miðað við skort- verð sem ertífalt framleiðsluverð áorku í gufuaflsstöðinni við Elliðaár. Við orkugetuútreikninga er gerð rekstrareftirlíking á raf- orkukerfinu í tölvu fyrirvatnsárin 1950—1979. Markaðurinn er stilltur af þar til meðalkostnaður við orkuvinnsluna þessi 30 vatnsár samsvarar því, að 3 prómill orkunnar væru framleidd í gufuaflsstöð. Þessi kostnaður kemur fram í vatnsrýrum árum, en er enginn í vatnsríkum árum. Fyrir kerfi með 5000 GWh orkugetu samsvarar þessi regla 15 GWh í gufuaflsstöð að meðaltali áári, eða450 GWh samtals fyrir öll 30 árin. Þetta gæti t.d. þýtt 300 GWh kostnað f versta vatnsári, 100 GWh f næst versta, 50 GWh í þriðja versta, en ekkert í öðrum. Á mynd 6 er sýnd rekstrareftirlíking á núverandi kerfi eftir Kvíslaveitu, stækkun Þórisvatns, Blönduvirkjun og stækkun Búrfells. Álag á kerfið samsvarar orkugetu, rúmlega 5,7 TWh/ári (1 TWh = 1.000.000.000 kWh). Á myndinni kemur vel MYND 6 fram sá munur sem er á rekstri kerfisins eftir vatnsárum. Neðsti hluti súlunnarsýnirframleiddaorku, þákemurolíaog skortur ef einhver er, því næst orka sem hægt væri að fram- leiðaef markaðurværi tiltækurog að lokum kemurónýtanleg rennslisorka. Á myndinni kemur fram, að það eru einungis 4 ár af 30 sem einhver kostnaður kemur fram og sker vatnsárið 1966 sig mjög úr. Þetta er sýnt skýrar á mynd 7 og þar sést, að það eru 235 GWh sem ekki er hægt að anna með vatnsafli og jarðgufu það árið. MYND 7 Með þeirri verðlagningu sem fyrr hefurverið minnst á, sam- svarar rekstrarkostnaðurinn þennan vetur 448 GWh í gufu- aflsstöð. Heildarkostnaðurinn fyrir þessi 30 vatnsár sam- svarar522 GWh í gufuaflsstöð eða17,4 GWh áári að meðaltali sem er rétt rúm 3 prómill af markaðnum. Ljósastólpar í Járnsmíði X 7 Framleiðum Ijósaslólpa lil lýsingar á gölum, bílastæðum, heimkeyrslum og göngustígum. Slærðir 1,5 - 16 m. - Vinnum alla almenna smíði úr járni, áli og ryðfríu stáli. Gerum tilboð í stærri sem smærri verk ef óskað er. Vélsmiðjan Stálver hf., Funahöfða 17, 110 Rvík Sími: 83444 56

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.