Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 64

Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 64
Orkunotkun við hitun húsnæðis Eftir Jón vilhjálmsson, Orkustofnun Jón Vilhjálmsson, stúdent M J. 1975. Próf í rafmagnsverkfræði frá H.í. 1979. MS-próf frá Georgia Institute of Technology, Atlanta, Usa 1980. Starfar nú hjá Orkustofnun. Inngangur í febrúar 1984 skipaði Iðnaðarráðherra verkefnisstjórn fyrir sérstöku orkusparnaðarátaki og í framhaldi af því var Orku- stofnun falið að safna upplýsingum um orkunotkun til hit- unar íbúðarhúsnæðis. Til að hægt sé að bera saman orku- notkun í húsum til hitunar þarf eðlilega að taka tillit til stærðar þeirra. Því þarf ekki einungis að safna upþlýsingum um orkunotkun í einstökum húsum frá orkufyrirtækjum, heldureinnigupplýsingumum stærðir húsa og eru þær upp- lýsingar fengnar frá Fasteignamati ríkisins. Verkefnisstjórnin ákvað að byrjaáað skoðarafhitað íbúðar- húsnæði í þéttbýli utan hitaveitusvæða. Þrjár rafveitursjáum drefingu raforku á þeim svæðum, en þær eru Orkubú Vest- fjarða, Rafmagnsveitur ríkisins og Rafveita Reyðarfjarðar. Upplýsingar um orkunotkun hafa ekki borist frá Rafveitu Reyðarfjarðar svo ekki var hægt að taka með notendur þeirrar veitu í þennan áfanga. Bæði hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða var að auki tekið með eitt sveitarfélag þar sem hitaveita er rekin en það eru Svalbarðsstrandarhreppur ( Eyjafirði og Suðureyri. Einnig hefur verið unnið úr gögnum frá Rafveitu Vestmannaeyja þó að þar sé hitaveita og verða megin niðurstöður þeirrar athugunar nefndar hér. Orkubú Vestfjarða hafðí áður en þetta orkusparnaðarátak fór á stað hafið könnun á raforkunotkun til húshitunar á sínu svæði. Frá Orkubúinu og Rafveitu Vestmannaeyja fengust upplýsingar um raforkunotkun einstakranotendaásamt rúm- máli húsasamkvæmt fasteignamati og af þeim sökum þurfti ekki að vinna saman upplýsingar úr þessum tveimur skrám. Frá Rafmagnsveitum rikisins fengust upplýsingar um orku- notkun og frá Fasteignamati ríkisins skrár um rúmmál hús- næðis á viðeigandi svæðum. Upp úr þessum skrám voru unnar upplýsingar um byggingarár, rúmmál, orkunotkun og þarsem það ávið um notkunarflokk. Þessarupplýsingarvoru síðan færðar inn á tölvu og hún notuð við alla úrvinnslu, eri úr upprunalegu skránum var unnið á handvirkan hátt. Úr þessum skrám eru fundin hús með mikla notkun, sem siðan eru skoðuð á vegum Orkusparnaðarátaksins og hús- eigendum leiðbeint um aðgerðir til orkusparnaðar og lána- möguleika frá Húsnæðismálastofnun. Fyrst um sinn var ákveðið að miða við hús með meiri notkun en 38.000 kWh og 120 kWh/m3 og er þá átt við ársnotkun. Á næstunni verður haldið áfram að vinna úr gögnum um orkunotkun, en sú úrvinnsla verður að hluta til erfiðari en sú sveitum ekki greind fráannarri notkun og er því erfitt að greina sveitum ekki greind frá annari notkun og er því srfitt að greina frá hús með mikla notkun til hitunar. Þegar kemur að hita- veitum verður einnig erfitt að eiga við húsnæði þar sem selt er eftir hemli. Gögn um orkunotkun til hitunar eru fremur takmörkuð í dag, en með þessari athugun verður væntanlega bætt að nokkru úr því. Gögn sem þessi nýtast ekki einungis athug- unum tengdum orkusparnaði heldur ekki síður við gerð ýmissa áætlana og athugana á sviði orkumála, en skortur á gögnum hefur einmitt háð slíkri starfsemi. Gögn Upplýsingar um raforkunotkun einstakra notendafráOrku- búi Vestfjarða og Rafmagnsveitum ríkisins eru ekki unnar á nákvæmlegasama hátt og er því ekki fullkomið samræmi þar á milli. Hjá RARÍK er sem næst um að ræða notkun siðasta árs, en hjáOVertekið lengratímabil og notkun færð línulega yfir á ársgrunn. Þar sem notkun er mismunandi eftir árstíma getur aðferð OV valdið nokkurri skekkju i áætlaðri ársnotkun sérstaklegaef notkun hefurverið mæld í stuttan tíma. Einnig getur þessi aðferð skyggt á breytingar sem orðið hafa hjá notanda á mælitímabilinu en ekki bara siðasta árið. Eins og áður er komið fram er rúmmál húsnæðis fengið úr fasteignamati, en hitað rúmmál er yfirleitt ekki það sama og fasteignamatsrúmál. í flestum tilvikum er hitað rúmmál minna, en þó kemur fyrir að það er meira en rúmmál sam- kvæmt fasteignamati (sjá skýrslu hóps um orkusparnað í hitun húsa). Þettaatriöi veldur skekkju þegar verið erað meta hitunarþörf á rúmmetra, sem skiptir að vísu ekki máli ef skekkjan væri svipuð i öllum tilvikum. Einnig hafakomið í Ijós fáeinarskekkjurí fasteignamati og ekki ervíst að það séjafn- gott eða fullkomlega sambærilegt milli sveitarfélaga. Þessir hlutir valda því að einstaka tölur eru ekki mjög nákvæmar, en þrátt fyrir það verður að teljaað þessi gögn nýtist vel til þeirra hluta sem hér um ræðir. Þar sem notendur á raforku til hitunar eru fleiri en einn i húsi er notkun þeirra lögð saman og miðað viö fasteignamat alls hússins. Litið er því á hvert hús fyrir sig, en ekki á hvern notanda. Fjöldi notendaerþaraf leiðandi meiri en fjöldi húsa, en allar niðurstöður hér að aftan miða við hús, en ekki ein- staka notendur. 64

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.