Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 6

Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 6
... UPP I VINDINN Ný tæknibraut vib verkfræbideild Háskóla Islands Inngangur Síðast liðið haust bauð umhverfis- og byggingarverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla íslands upp á nýja námsbraut, svokallaða tæknibraut, samhliða hefð- bundnu námi við skorina. Markmiðið með hinni nýju námsbraut er að koma til móts við vaxandi þarfir þjóðfélagsins fyr- ir tæknimenntun og að auka valmögu- leika í tæknimenntun hér á landi. Þessi samantekt byggir á grein sem birt var í Morgunblaðinu 24. maí 1998 (1) og Kennsluskrá HÍ (2). Nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu verkfræði- deildar: http://verk.hi.is Nám vi& umhverfis- og byggingar- verkfræbiskor Háskóla íslands Verkfræðinám er skipulagt sem 150 eininga (e) nám, sem lýkur með meistar- prófi (MS-prófi). Námið skiptist í 90e al- mennt grunnnám, sem unnt er að ljúka með BS-prófi og 60e meistaranám. I urn- hverfis- og byggingarverkfræðiskor er nú boðið upp á tvær námsleiðir í grunnnám- inu, fræðabraut og tæknibraut. Fræða- brautin er hið hefðbunda nám við skorina á meðan tæknibrautin er nýjung, sem boðið var upp á í fyrsta sinn haustið 1998. Grunnnáminu lýkur með BS-prófi, sem gefur möguleika á námi til meistaraprófs við umhverfis- og byggingarverk- fræðiskor eða við erlenda háskóla. Grunnnámið á fræða- og tæknibraut er bundið í þeim skilningi að ekki er boðið upp á neitt val. Meistaranámið er fjöl- breyttara og í boði eru fjórar meginlínur, þ.e. byggingarlína, umhverfislína, fram- kvæmdalína og umhverfistæknilína. Á mynd er uppbygging náms við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor sýnt. Bygging- ar- og umhverfislína eru eðlilegt framhald af fræðabraut. Framkvæmda- og um- hverfistæknilína eru eðlilegt framhald af tæknibraut. Nemandi af fræðabraut getur án skilyrða farið yfir á framkvæmda- og umhverfistæknilínu eftir grunnnám. Nemandi af tæknibraut getur farið yfir á byggingarlínu og umhverfislínu eftir grunnnám með því skilyrði að hann bæti við sig sérstökum raungreinahluta sem kemur í staðinn fyrir valgreinar. í meist- Bjarni Bessason lauk prófi í byggingar- verkfræbi frá H.í. 1981, meistaraprófi frá DTH í Lyngby 1983 og doktorsprófi frá NTH í Þrándheimi 1992. Hefur gegnt dósentstöbu í umhverfis- og byggingar- verkfræbiskor við Verkfræbideild H.í. frá 1995. Er núverandi formaður umhverfis- og byggingarverkfræbiskorar. aranáminu er æskilegt að taka námskeið að hluta til við erlenda háskóla. Nám- skeið tekin við erlenda háskóla koma í stað skyldunámskeiða og valnámskeiða eftir því sem við á hverju sinni. Einnig er mögulegt að taka valnámskeið, allt að 9e, við aðrar skorir eða deildir Háskólans. Stúdent sem hyggur á meistaranám verður í samráði við umsjónarkennara að leggja fram skriflega námsáætlun á 3. námsári, sem skal samþykkt af skor. í námsáætluninni kemur fram hvaða námslínu nemandinn ætlar að taka, val- námskeið, stærð meistaraverkefnis og fyr- irhugað fagsvið verkefnis. Umsjónar- kennari skal ávallt vera fastur kennari á viðkomandi fagsviði. Stúdent sem hyggur á meistaranám og kernur úr annari skor eða deild Háskólans eða frá öðrum há- skóla, þarf að sækja sérstaklega um inn- göngu í meistaranámið í samræmi við reglur verkfræðideildar. Tekið skal fram að stúdentafjöldi á hverjum tima svo og fjárveitingar ráða því hversu mörg námskeiða er hægt að bjóða uppá á hverju misseri. Þetta getur haft áhrif á samsetningu valnámskeiða í náms- áætlun í meistaranámi. Þegar nemanda- fjöldi er lítill kemur einnig til greina að kenna tiltekin námskeið sem lesnámskeið. Starfsmöguleikar Á síðustu misserum hafa verið mikil umsvif á sviði umhverfis- og byggingar- verkfræði og lítur út fyrir að svo verði áfram. Auknar kröfur í umhverfis- og skipulagsmálum hafa getið af sér margvís- leg og fjölbreytt verkefni. í gangi eru stór- framkvæmdir á sviði samgöngumála og byggingaframkvæmdir í sambandi við ný iðnfyrirtæki. Þá má nefna virkjun fall- vatna og jarðvarma, ýmis verkefni á sviði sjávarútvegs og loks rekstur og viðhald mannvirkja sem sífellt verður mikilvægari málaflokkur. Enn fremur aukin sókn í margvísleg verkefni á erlendri grund. Heimildir (1) Bjarni Bessason, Jónas Elíasson, Ragnar Sig- björnsson og Þorsteinn Helgason, Ný tæknibraut við verkfræðideild Háskóla íslands, Morgunblaðið, 24. maí 1998. (2) Háskóli íslands, Kennsluskrá fyrir háskólaárið 1999-2000, Háskóli íslands, Kennslusvið. Nám vib umhverfis- og byggingarverkfræöiskor MS-próf - mogister scientiarum próf (150e - e táknar einingu) Fræðabraut (3 ár) Tæknibraut (3 ár) MS-próf (90 e) MS-próf (90 e) f—--...i Byggingarlína MS-próf (60 e) Umhverfislína MS-próí (60 e) Framkvæmdalína Umhverfistæknilína MS-próf (60 e) MS-próf (60 e) SJÓVÁl ALMENNAR 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.