Upp í vindinn - 01.05.1999, Side 9

Upp í vindinn - 01.05.1999, Side 9
RANNSÓKNIR Á MALBIKSSLITLÖGUM Rannsóknir á malbiksslitlögum viö verkfræöistofnun HÍ Haustið 1995 hófust við Verkfræði- stofnun Háskóla íslands rannsóknir á afl- fræðilegum eiginleikum íslensks malbiks. Rannsóknirnar eru samvinnuverkefni Verkfræðistofnunar Háskóla íslands, Vegagerðarinnar og Malbikunarstöðvar- innar Höfða (áður Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar). Verkefnið hefur ver- ið fjármagnað af ofannefndum aðilum auk Tæknisjóðs Rannsóknarráðs íslands. Ætlunin hér er að gera í stuttu máli grein fyrir rannsóknaverkefni þessu á- samt nokkrum niðurstöðum þess. Inngangur Markmið verkefnisins er að ákvarða svörun íslenskra bikbundinna slitlaga við aflrænu álagi þar sem líkt er sem best eft- ir umferðarálagi. Er það gert með prófun- um á tilraunastofu. Prófanirnar gefa upp- lýsingar um stífnieiginleika, viðnám gegn varanlegum færslum og þreytueiginleika malbiksins. Allt eru þetta mikilvægir eig- inleikar og tengjast hegðun og endingu slitlags. Mjög æskilegt væri að allar þess- ar upplýsingar lægju fyrir við burðarþols- hönnun vega og gatna sem og við ákvörð- un á slitlagsgerð. Á síðustu árum hafa s.k. fræðilegar greiningaraðferðir (e. analytical design methods) við hönnun vega og gatna verið að ryðja sér til rúms víða í heiminum. Inntaksstærðir slíkra aðferða eru aflfræði- legir eiginleikar þeirra efna sem nota skal í lög vegarins. Mikilvægt er að eiginleik- arnir séu ákvarðaðir á sem raunhæfastan hátt, þ.e. í prófunum þar sem líkt er sem best eftir þeim umhverfisþáttum sem ináli skipta fyrir hegðun vegbyggingarinnar. Malbik er blanda biks og steinefnis auk íblöndunarefna. Undir aflrænu álagi sýnir steinefni fjaðrandi-deiga (e. elastic-plast- ic) hegðun en bikið er hins vegar seigt- i deigt (e. viscous-plastic) efni. Hegðun slitlaga undir aflrænu álagi verður því sambland þessara þátta (fjaðrandi-seig- deig hegðun) og allflókin. Auk þess er hegðunin mjög hitastigsháð. Svörun slitlaga er því samsett af færslum sem ganga til baka (e. recoverable) þegar álag- inu léttir og varanlegum færslum (e. ir- recoverable). Sigurbur Erlingsson lauk B.S. prófi í jarð- eðlisfræði frá H.í. 1985, M.S. prófi í byggingarverkfræði frá KTH, Stokkhólmi, 1988 og Ph.D. prófi þaðan 1993. Sigurður er prófessor við umhverfis- og byggingar- verkfræöiskor H.í. Bergþóra Kristins- dóttir lauk Cand. Sci- ent. prófi í umhverfis- og byggingarverk- fræði frá H.í. 1997 og M.S. prófi þaðan 1999. Bergþóra starfar við verkfræði- stofnun H.í. Spennuástand í vegi Spennuástand það er lítill örbútur (e. element) í slitlagi í vegi verður fyrir þegar ökutæki ekur eftir vegyfirborðinu er all- flókið [ 1 ]. Á örbútinn verka bæði þrýsti- og togspennur sem og skúfspennur. Stærð þessara spennuþátta er fall af tíma og tengjast hraða og þyngd ökutækis. Pví rísa spennuþættirnir þegar hjól ökutækis- ins nálgast, ná ákveðnu hámarki og falla síðan aftur er ökutækið fjarlægist. Skúf- spennan er heldur flóknari, því hún skiptir um formerki þegar álagsflöturinn er beint yfir athugunarstaðnum. Raunverulegt álagsform umferðar sam- anstendur því af stuttum og snöggum á- lagspúlsum. í kjölfar hvers álagspúls fylg- ir síðan álagslaust tímabil. í álagsprófi á tilraunastofu þar sem líkja á eftir raun- verulegri áraun er mikilvægt að tillit sé tekið til þessa. Aflfræbilegir eiginleikar slitlaga Þeir aflfræðilegu eiginleikar sem skipta mestu fyrir virkni og endingu slitlaga eru stífni (e. stiffness), þreytustyrkur (e. fatigue strength), viðnám gegn varanleg- um færslum (e. resistance to permanent deformation), yfirborðsviðnám (e. surface friction) og slitstyrkur (e. abration). Auk þess þarf efnið að vera endingargott, þ.e. hafa langvarandi við- nám gegn umhverfisáhrifum. Stífni slitlaga stjórnar virkni þeirra til að dreifa álagi til neðri laga vegarins, þ.e. stíf slitlög dreifa álagi betur en rnjúk. Pví verða burðarlög undir stífu slitlagi fyrir lægri spennupúlsum en ella. Pannig er hægt að nota þynnri slitlög eftir því sem stífni þeirra eykst. Viðnárn slitlaga gegn varanlegum færsl- um eða skrið, stjórnar magni varanlegra formbreytinga í slitlaginu sem ásamt sliti ákvarða hjólfaramyndun. Eiginleikinn er mjög hitastigsháður og minnkar viðnárn- ið með hækkuðu hitastigi. Preytustyrkur slitlaga er mælikvarði á getu þeirra til að verjast sprungumyndun við síendurtekið sveifluálag, þar sem há- marksspennuútvik er lægra en togstyrkur efnisins. Mynd 1. Spennuástand í siitlagi vegar vegna áraunar ökutækis sem ekur eftir vegyfirborbinu. Á myndinni er spennu- aukningin sýnd í tvívíbu plani. 9

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.