Upp í vindinn - 01.05.1999, Page 18
... UPP ÍVINDINN
Virkjanaframkvæmdir
í nútíð og framtíð
I. Virkjunarframkvæmdir
sem nú standa yfir.
Næsta virkjun sem Landsvirkjun tekur
i rekstur er Sultartangavirkjun 120 MW,
en hún verður gangsett haustið 1999.
Framkvæmdum við hana er að mestu lok-
ið. Hitaveita Reykjavíkur (nú Orkuveita
Reykjavíkur) lauk við Nesjavallavirkjun
60 MW síðastliðið haust. Gert er ráð fyrir
að næsta virkjun verði Svartsengi 28 MW
og að hún verði gangsett fyrir árslok
1999. Framleiðslugeta hennar verður um
220 GWh á ári. Nokkrum árum síðar
(2004 til 2007) er þörf á nýrri virkjun og
er áætlað að það verði Vatnsfellsvirkjun
90 MW. Mynd 1 sýnir orkujöfnuð, en á
henni eru sýndar helstu framkvæmdir frá
1995 til 2003.
II. Hugsanlegar virkjunarfram-
kvæmdir í kjölfar aukinnar orkusölu.
Áætlað er að tæknilega sé unnt að fram-
leiða 64 TWh á ári með vatnsafli en þegar
tekið er tillit til samkeppnisstöðu gagn-
vart öðrum orkugjöfum fer þessi tala nið-
ur í 40 TWh á ári. Þessi tala lækkar enn
frekar þegar tekið er tillit til umhverfis-
þátta. Erfiðara er að meta orkugetu jarð-
hitasvæða. Þó er talið að ef hagkvæmasti
hluti þeirra væri fullnýttur í 100 ár gæfi
það um 20 TWh á ári. Árið 2000 verður
framleiðsla raforku 7,7 TWh. Við verðum
því búin að nýta um 15% af þeirri hag-
kvæmu orku sem náttúra íslands býður
Eymundur
Sigurðsson
Lauk prófi í rafmagns-
verkfræði frá H.í.
1986. Starfaði á Verk-
fræbistofu Jóhanns
Indriðasonar hf. frá
1986 til 1994.
Stundaði framhaldsnám í raforkuverkfræði
við DTU 1994-96 og lauk M.Sc. námi
þaðan 1996. Hóf störf hjá Landsvirkjun
1996 og starfar þar við kerfisáætlanir og
kerfisrannsóknir.
upp á, þegar jafnframt er tekið tillit til
umhverfisþátta. Það er semsagt nóg eftir -
eða hvað ? Margir eiga erfitt með að í-
mynda sér hvar verði hægt að virkja í
framtíðinni. Hér á eftir er ætlunin að lýsa
í örstuttu máli hvernig áætlanir um nýjar
virkjanir fara fram og hvaða virkjunar-
kostir eru inni í myndinni.
Þegar verið er að gera áætlanir um
virkjanaraðir þarf að legga til grundvallar
þrjá megin þætti. Þeir eru hagkvæmni
virkjunarkosts, hvenær er hægt að gang-
setja virkjunina og mat á umhverfisáhrif-
um. Venjulega er virkjanakostum raðað í
lista þannig að fremst á þeim lista eru þeir
kostir, sem taldir eru hafa minnsta röskun
í för með sér fyrir umhverfið, en síðan er
raðað eftir hagkvæmni og/eða tímasetn-
ingu eftir því hvort skiptir rneira máli
hverju sinni. Þessi flokkun er fremur gróf.
Umhverfisflokkun er i tveim til þrem
flokkum og hagkvæmnisflokkun í fjórum
flokkum. í skýrslunni „Innlendar orku-
lindir til vinnslu raforku” sem kom út í
mai 1994 á vegum iðnaðarráðuneytisins
er að finna svona lista. Að vísu er hann
þar settur fram eftir landshlutum (bls.
39). Hér fyrir neðan er tafla byggð á þeim
lista og töflu yfir háhitasvæði sem finna
má í sömu skýrslu á bls. 112. Afl- og
orkugetustærðir hafa verið metnar örlítið
varlegar en í töflu iðnaðarráðuneytisins.
Áætlaður verktími er sá tími sem reiknað
er með að það tæki að koma virkjuninni
af stað ef tekin væri ákvörðum um hefja
byggingu hennar núna. Langur verktími
ræðst oftast af því að umhverfisrannsókn-
ir viðkomandi virkjunarkosts eru skammt
á veg komnar.
Mynd 2. Rafmagnsframleiðslugeta m.v.
skýrslu ibnabarrábuneytis frá maí '94.
Vatnsorka
J Jarövarmaorka
Mynd 2 sýnir hvernig virkjanir, sem
voru á lista iðnaðarráðuneytisins í maí
1994, dreifast um landið. Flutningskerfið
setur talsverðar skorður í þessum efnum
og það er nánast ógerlegt að flytja orku
landshorna á milli miðað við núverandi
kerfi. Einnig má benda á að ekki er tekið
tillit til kostnaðar í flutningskerfinu í
þeirri hagkvæmnisflokkun sem sýnd er í
töflunni, enda er slíkt ekki gerlegt þegar
staðsetning orkukaupanda er ekki þekkt.
Stundum vill gleymast að byrja á rétt-
um enda og finna kaupendur að orkunni
áður en rökræður um virkjunarkosti
verða háværar. Orkunotkun almennings
hefur verið að aukast um 50-60 GWh á
ári, þar með talin notkun á afgangsorku
og því þarf ekki mjög stór orkuver til að
koma til móts við þá neyslu. Val á virkj-
Mynd 1. Orkujöfnuöur til ársins 2008 miöaö vib núverandi samninga.
GWh/árl
18