Upp í vindinn - 01.05.1999, Side 33

Upp í vindinn - 01.05.1999, Side 33
TÍMAMÓT í ÞRÓUN BYCCÐAR Undirbúningur að byggingu þessa varanlega flugvallar í mið- borg Reykjavíkur er á lokastigi og því er brýnna en ella að finna nú framtíðarlausn fyrir flugrekstur á hentugum stað með stækk- unarmöguleikum til að taka við nýjum og auknum verkefnum á ört stækkandi höfuðborgarsvæði, til hagsbóta fyrir atvinnulífið og í fullri sátt við íbúa svæðisins því lítill friður verður um rekst- ur flugvallar í Vatnsmýri til frambúðar. Rangar fjárfestingar munu valda óbætanlegum skaða með því að festa flugvöll þar í sessi um ókomna áratugi. Rætt hefur verið um flugvöll við Eng- ey, á landfyllingu við Akurey og í Kapelluhrauni en athuganir í Skerjafirði eru líklega komnar lengst. Fyrirhugaður flugvöllur mun rýra mjög möguleika miðborgar Reykjavíkur til að dafna og þróast á eðlilegan hátt með vaxandi byggð á höfuðborgarsvæðinu á næstu öld. Ekki getur orðið af brýnum lagfæringum á stofnbrautakerfinu né af markvissri þétt- ingu byggðar í vestanverðri borginni. Hindruð er mótun nýs þró- unarkosts byggðar á útnesjum í stað dreifðrar línubyggðar, sem nú er að taka á sig mynd af sjálfu sér. Hávaða-, loft- og sjónmengun samfara slysahættu af fyrirhug- uðum varanlegum flugvelli í Vatnsmýri munu hafa mikil bein og óbein áhrif á heilsu, vellíðan og daglegt líf tugþúsunda íbúa, gesta og starfsmanna á áhrifasvæði hans. Hávaði vegna umferð- ar flugvéla á, að og frá aksturs- og flugbraut á upphækkuðum norðurenda fyrirhugaðs vallar mun hafa alvarleg áhrif á mið- borgarsvæðinu og í aðliggjandi íbúðarhverfum í vesturborg Reykjavíkur. Hávaði mun berast yfir verulega stærra svæði mið- að við hæðarlegu sambærilegrar brautar á núverandi velli. Bygging varanlegs flugvallar í Vatnsmýri gerir að engu vonir um enduruppbyggingu miðborgar á menningarsögulega mikil- vægum stað. Engin önnur landspilda hér á landi býður upp á sambærilega möguleika til uppbyggingar þéttrar borgarbyggðar í beinum tengslum við miðstöð stjórnsýslu, menntunar, menning- ar og viðskipta, sem treysta mun stöðu íslands í alþjóðlegri sam- keppni um sérhæft og vel menntað vinnuafl, fjármagn, atvinnu- rekstur og ferðamenn. Bygging varanlegs flugvallar í miðborg Reykjavíkur mun leiða til dreifðari byggðar og lakari samgangna á höfuðborgarsvæðinu, minni skilvirkni í atvinnustarfsemi, aukins kostnaðar sveitarfé- laga og almennings af dýrari íbúðabyggð á fjarlægum jaðarsvæð- um, minni lífsgæða og aukinnar orku- og tímasóunar. Áætlanir Flugmálastjórnar ganga þvert á markmið yfirvalda í Reykjavík um að draga úr flugumferð. Áform um fullkomna akstursbraut og 120 tonna burðargetu fyrir 737 og 757 þotur á N-S braut, áform um risavaxna flugstöð við austanverðan suður- enda N-S brautar, krafa um vegtengingu við fyrirhugaða flugstöð um Hlíðarfót að Kringlumýrarbraut og sá ásetningur að tryggja að braut 07/25 verði áfram starfrækt eru í mótsögn við anda nú- gildandi Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016. Vænta má auk- innar umferðar stærri flugvéla og þotna í millilandaflugi um nýj- an flugvöll í Vatnsmýri eftir 2002 verði þessi áform að veruleika. Línubyggð Þungamiðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu hefur færst hratt inn nesið og er nú svo komið að Kringlan er úr alfaraleið. Nú þegar mótar fyrir óreiðukenndri línubyggð frá norðaustri til suð- vesturs í meginstefnu strandlengjunnar, með þungamiðju í Kópavogsdal. Rætt er um framtíðarborg frá Akranesi til Keflavík- ur. Uppbygging miðbæjar í Kópavogsdal, tvöföldun Reykjanes- brautar og ný Sundabraut styrkja þessa þróun. Afleiðingin er myuu M. Ldiiu|jui ■ nnuuuiydi 12.965 ha m.v. árið 2000 og núverandl þéttlelka byggðar, 28 Mannfjðldaspá 2000-2100: Reiknað er með 1 % náttúrulegri (jölgun Islendinga allt tlmabilið. Relknað er með að helmingur a( náttúrulegrl fjölgun utan höfuðborgarsvæðlslns flytjlst þangað á tlmablllnu. Tll eln- földunar er ekki reiknað með fólksdutningum til 09 trá landinu. Árið 2000 eru ibúar á höfuðborgarsvæðinu 165 þusund, þar af 110 þúsund I Reykjavík. Byggð á höfuðborgar- svasðlnu þekur um 6.000 ha. Miðað við ofangrelndar forsendur um mannt)ölda 00 þéttleika byggðar verður þðrf fyrir 12.965 ha lands til viðbótar á 100 árum. Mórk mögulegra landfyllinga Línuborg. Útlínur línuborgar mi&ast eingöngu vi& áætla&a landþörf. Ekki er um tillögu a& skipulagi a& ræ&a fremur en me& korti af útnesjaborginni. Reiknab er me& að breidd byggðar sé 3-4 km og a& tvær samsíða stofnbrautir nái a& þjóna henni. Ekki er víst að allt land, sem merkt er þessari byggð, sé í raun byggingarhæft skv. núverandi skilgreiningu minnkað vægi byggðar á útnesjum vestan Elliðaáa og á Álftanesi. Pessi línubyggð verður til af sjálfu sér verði ekkert aðhafst í skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins, heldur látið reka á reið- anum hér eftir sem hingað til. Valkostur við þessa þróun er þétt- ing byggðar á útnesjum og nýting grunnsævis til landfyllinga. Pannig nýtast borgarkerfi sem fyrir eru og til verður skilvirk borg þar sem menningarsögulega mikilvæg svæði styrkja stöðu sína til framtíðar. Árið 1900 voru íbúar Reykjavíkur 5.600 en nú eru íbúar höf- uðborgarsvæðisins 165 þúsund. Samkvæmt framreiknaðri spá gætu íbúar þar verið 530 þúsund árið 2100. Nú er byggt land á höfuðborgarsvæðinu um 6.000 ha. Sé reiknað með þróun línu- borgarinnar, sem minnst var á hér að framan og gert ráð fyrir sama þéttleika byggðar og nú er í Reykjavík, eða 28 íbúum á hvern hektara, verður aukin landþörf á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2100 um 13.000 ha. Verði hins vegar byggt með tvöfalt meiri þéttleika á útnesjum og á landfyllingum á grunnsævi og Mynd B. Landþörf útnesjaborgar 3.662 ha m.v. árið 2000 og tvófaldan núverandl þéttleika byggöar, Mannfjóldaspá 2000-2100: Reiknað er meó 1% náttúrulegn fjölgun islandinga alll timabilið. Reiknað an með að helmingur af nállúnjlegri tjðlgun utan höfuðborgarevæðisins flytjisl þangað a timabillnu. Tll ein- tölounar er ekki relknað með fólksflutnmgum til 09 frá landinu. Árið 2000 eru ibúar á hófuðborgarsvæðinu 165 þusund, þar af 110 þúsund i Raykjavik. Byggð á höfuðborgar- svæðmu þekur um 6.000 ha. Miðað vlð ofangrelndar forsendur um mannf|ólda og þéttleika byggðar varður þðrf fyrir 3.662 ha lands til víöbótar á 100 árum. Útnesjaborg. Útlínur útnesjaborgar fylgja 10 m dýptarlínu undan Seltjarnarnesi og Álftanesi og er reikna& með að landfyllingar fyrir þétta borgarbyggð séu hagkvæmar a& því sjávardýpi. Flatarmál þessa grunnsævis er um 4.000 ha. Ekki er um skipulagstillögu að ræ&a fremur en me& línuborginni heldur eingöngu veri& að bera saman landþörf tveggja ólíkra þróunarkosta byggðar. 33

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.