Upp í vindinn - 01.05.1999, Síða 35
TÍMAMÓT í ÞRÓUN BYGGÐAR
mun missa marks ef fyrirfram er lokað á þá möguleika er opnast
í byggða- og samgöngumálum ef flugrekstur yrði fluttur um set,
t.d til Keflavíkur, á nýjan flugvöll í Kapelluhrauni, á nýjan flug-
völl á uppfyllingu í Skerjafirði, á landfyllingu við Akurey eða
nýjan flugvöll í Engey. Brýnt er að þeir ráðgjafar, sem valdir hafa
verið til verksins hafi sem frjálsastar hendur, eigi vinna þeirra að
skila tilætluðum árangri.
Niburlag
Með þéttari byggð og betri samgöngum geta efnahagur og al-
menn lífsskilyrði íbúanna batnað verulega og samkeppnisstaða
höfuðborgarsvæðisins sem efnahagsheildar getur eflst mjög
gagnvart sambærilegum svæðum í nágranna- og samkeppnis-
löndum. Rétt er að eftirláta komandi kynslóðum að ráðstafa á
eigin forsendum þeim fáu byggilegu jaðarsvæðum sem eftir eru
á höfuðborgarsvæðinu.
Vitað er að flugvöllur í Vatnsmýri hefur leitt til óhagstæðrar
byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu frá stríðslokum og
skipulag og byggðarþróun stefna í ógöngur. Þéttleiki byggðar er
allt of lítill, umferðarkerfin gölluð og miðborgarstarfsemi dreifð
á ómarkvissan hátt um alla byggðina, sem er dýr í rekstri og ó-
skilvirk. Það bitnar á atvinnulífinu, rekstri sveitarfélaga og fjár-
hag heimilanna og leiðir til lakari efnahags og lífsgæða íbúanna
en þyrfti að vera.
Vitað er að flugrekstur í Vatnsmýri leiddi strax til stöðnunar í
miðborg Reykjavíkur. Drep er komið í byggðina vestast í borg-
inni og breiðist þaðan til austurs. Vatnsmýrin er mikilvægasta
byggingarsvæði höfuðborgarinnar og náttúrulegt útvíkkunar-
svæði miðborgarinnar. Flugvöllur þar hindrar byggingu umferð-
aræða til vesturs um sunnanvert nesið, skerðir þróunarmögu-
leika á núverandi miðborgarsvæði og rýrir verulega alla íbúða-
byggð og útivistarsvæði í vesturborginni.
Ljóst er að ef ekki liggur fyrir ákvörðun um breytta landnotk-
un í Vatnsmýri áður en svæðisskipulagið verður afgreitt árið
2000 mun hljótast af óbætanlegur skaði fyrir ókomnar kynslóð-
ir því þannig mun festast í sessi gölluð forsögn um þróun byggð-
ar í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu á næstu öld.
Á tímamótum er við hæfi að líta um öxl og fram um veg. Líklega
eru þegar fæddir allmargir íslendingar sem munu lifa aldamótin
2100. Þegar litið er yfir sögu Reykjavíkur á þessari öld virðist hún
ekki mjög fjarlæg. íbúafjöldi í Reykjavík árið 1900 var 5.600 og
hefur því nærri tuttugufaldast á hundrað árum. Um aldamótin
2100 verða íbúar á höfuðborgarsvæðinu 500-800 þúsund. Því er
brýnt að horfa langt inn í framtíðina þegar unnið er að skipulagi.
Flestar borgir eiga sér langa sögu og byggingarhefð sem eru
þeim bæði menningarleg kjölfesta og vegvísir til framtíðar. Ekki
er slíku til að dreifa í Reykjavík og því mikilvægara en ella að
móta hér mjög öfluga framtíðarstefnu í skipulagsmálum.
Með flugvelli í Vatnsmýri hófst hálfrar aldar öfugþróun byggð-
ar á höfuðborgarsvæðinu og stöðnun miðborgar Reykjavíkur. Til
urðu þrjú sveitarfélög á litlu svæði, sem í dag mynda þó eina
efnahagsheild ásamt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð-
inu en þar er þéttleiki byggðar miklu lægri en í Reykjavík og í
sjálfu sér kominn langt niður fyrir lífsmark venjulegs þéttbýlis
og óskilvirknin er óskapleg. Ef ekkert verður aðhafst í skipulags-
málum á svæðinu verður til af sjálfu sér dreifð og víðáttumikil
línuborg fyrir bíla. Það er því mikilvægt að byggja upp á útnesj-
um og þétta byggðina með öllum ráðum. Frumskilyrði er að
leggja niður flugvöll í Vatnsmýri. Það er að mati margra góð
lausn að byggja nýja aðstöðu fyrir flugrekstur í Skerjafirði.
ZINK
STÖDIN HF.
Hagasmára 2
200 Kópavogur
Sími 564-1616
Fax 564-1609
Ertu ...
• Verkstjóri?
• Deildarstjóri?
• Annar stjórnandi?
Þekkirðu ábyrgð þína og skyldur varð-
andi vinnuvernd á þínum vinnustað?
Námskeiðið
VINNUVERND OG STJÓRNANDINN
fjallar um aðbúnað, hollustuhætti
og öiyggi á vinnustöðum.
Leitið upplýsinga um næsta námskeið
hjá fræðsludeild Vinnueftirlitsins.
VINNUEFTIRLIT RÍKISINS
Bíldshöfða 16 • 112 Reykjavík
Sími 567-2500 • 567-4086
Netfang vinnueftirlit@ver.is
35