Upp í vindinn - 01.05.1999, Page 36
... UPP I VINDINN
KYNNINGARGREIN
Vinnulyftur ehf.
Vinnulyftur ehf. tóku til starfa árið
1992 og hófu þá innflutning á sjálfkeyr-
andi vinnulyftum. Flestir voru gagnrýnir
á nýjungina í fyrstu og sáu ekki kostina
við það að geta unnið í miklum hæðum
án þess að reisa stórar pallaborgir.
í dag er varla reist sú bygging að ekki er
notuð í hana vinnulyfta á einhverju bygg-
ingarstigi. Einnig eru menn að vakna til
umhugsunar um velferð og öryggi starfs-
manna sinna og koma þá vinnulyftur upp
í hugann sem einn öryggisþáttur.
Vinnulyftur ehf. hafa haft umboð fyrir
Terex Aerials, Skyjack og Niftylift í nokk-
ur ár og nú nýlega bættist enn einn fram-
leiðandi við, það er MEC. Vinnulyftur
ehf. er það fyrirtæki sem hefur flutt mest
inn af nýjum og notuðum vinnulyftum til
íslands frá árinu 1992 og stefnir í annað
metár í ár, 1999. Skv. hlutlausum úttekt-
araðila sem athugar markaðshlutdeild í
einstökum löndum höfðu Vinnulyftur
ehf. stærsta markaðshlutdeild í nýjum
lyftum á íslandi árið 1998.
Vinnulyftur ehf. á stærsta vinnulyftu-
flotann á íslandi í dag og hefur haft það að
markmiði að eiga í leiguflota sínum tæki
til sem flestra nota - það er ekki sjálfgef-
ið að vinnulyfta sem hentar vel á einurn
stað henti vel annars staðar. í flotanum
höfum við allt frá litlum rafknúnum lyft-
um til nota innanhúss upp í fjórhjóla-
drifnar lyftur sem lyfta upp í 22 metra og
vega um 11 tonn.
Fyrirtækið hefur vaxið gífurlega á síð-
ustu árum og hefur nú flutt skrifstofu og
lager í nýtt húsnæði að Smiðsbúð 12 í
Garðabæ.
Vinnulyftur kynntu á þessu ári enn eina
nýjung frá Skyjack verksmiðjunum sem
heitir Skyjack 66-TK (Telescopic Knuckle
eða olnbogabóma). Skyjack er eini fram-
leiðandinn í heiminum sem framleiðir
sjálfkeyrandi skotbómu sem getur brotið
bómuna á þennan hátt og hægt er að
keyra án tillits til þess hvar karfan er. Hún
getur allt sem venjuleg bóma getur og auk
þess er hægt að beygja hana á einum stað.
Pessi lyfta getur líka unnið niður fyrir sig
sem gefur enn meiri notkunarmöguleika.
Vinnuhæð þessarar lyftu er 22 metrar en
hægt er að fá smærri útgáfu.
Pað eru alltaf til lyftur á lager, bæði nýj-
ar og notaðar, og getum við því afgreitt
með stuttum fyrirvara þær lyftur sem eru
fyrirliggjandi.
Framleiðendur okkar kappkosta að
þjóna viðskiptavininum og reyna að upp-
fylla þarfir hvers og eins við mismunandi
aðstæður.
Sem dæmi um staði þar sem tæki frá
Vinnulyftum hafa verið í notkun langtím-
um saman eru Álverið í Straumsvík, Ál-
verið á Grundartanga, Yfirbygging frysti-
geymslu SÍF í Hafnarfirði og nú í nýju
orkuveri í Svartsengi.
Ef frekari upplýsinga er óskað ertu vel-
kominn í heimsókn í Smiðsbúð 12 eða
hringja í okkur í síma 544-8444 eða
senda fax 544-8440.