Upp í vindinn - 01.05.1999, Page 42
... UPP I VINDINN
Mest er þó um vert að kanna hver áhrifin yrðu á byggðina og
umferðina í borginni því þar kæmi fram hvort um væri að ræða
raunverulega fýsilegan kost að ræða. Auðvitað verður að ganga
úr skugga um að áðurnefndir öryggisþættir séu tryggðir og að
álag á umhverfið sé ásættanlegt. Pví þegar öllu er á botninn
hvolft þá munu peningar ráða hér líklega lang mestu og flugvöll-
urinn verður vart fluttur nema sýnt verði fram á að það sé fjár-
hagslega hagkvæmt og að sá sem kostar gerð nýs flugvallar fá
það endurgreitt með einum eða öðrum hætti.
Framkvæmdaáætlun
Síðasta skrefið í skipulagsferlinu er framkvæmdaáætlun og er
hún undanfari framkvæmdanna sjálfra. Það sem hér gerist er að
allar aðstæður í umhverfinu eru kannaðar með það fyrir augum
að sem hagkvæmust framkvæmd verði. Eru þannig m.a. kann-
aðar jarðtæknilegar aðstæður, aðgengi að byggingarefni og -
landi, tengingar við samgöngukerfi á landi og tengingar við
tæknileg kerfi og aðveitur. Útkoma þessara kannana allra er hin
arkitektóníska og verkfræðilega hönnun allra mannvirkja auk
endurbóta á þeim sem fyrir eru. Pegar hönnunin liggur fyrir þá
þarf að fara fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna,
bæði á tíma framkvæmdanna og rekstrar, þegar framkvæmdum
er lokið. Pá, að afloknum endurbótum sem mat á umhverfisá-
hrifum hefur leitt af sér, er væntanlega komið að endanlegu
kostnaðarmati framkvæmdanna. Og síðast er tímaáætlun fram-
kvæmdanna ákveðin og er hún að sjálfsögðu nátengd því fjár-
streymi, sem fjárfestar leggja til - í tilfelli Reykjavíkurflugvallar
er það ríkisvaldið.
Lokaorb
Ekki verður séð á þeim gögnum, sem fyrir liggja um fram-
kvæmdir við Reykjavíkurflugvöll, að þar sé neitt annað en rétt
aðferð við undirbúning framkvæmda af þessari gerð og í sam-
ræmi við viðurkenndan framgangsmáta. Pá verður ekki séð ann-
að en að vilji hafi verið fyrir því alla tíð að Reykjavíkurflugvöll-
ur verði í Vatnsmýrinni og að borgaryfirvöld hafi t.d. ekki sýnt
því fyrr en á síðustu misserum að áhugi væri á nýjum viðhorf-
um í landnotkun og -nýtingu á Seltjarnarnesinu, með t.d. stór-
felldum fyllingum á grynningum meðfram ströndinni. Pað má
vel vera að hér sé um gamalkunnugt tómlæti íslendinga að fylgja
ekki eftir athygliverðum hugmyndum, sem þó komu fram fyrir
fjölmörgum árum, og hreyfa ekki við málinu fyrr en nánast búið
er að ákveða framkvæmdir. Hefðu yfirvöld haft andvara á sér
væri e.t.v. búið að kanna þá möguleika í kjölinn hvort vit væri í
því að byggja flugvöll á uppfyllingu í Skerjafirði, en að líkindum
þarf að bíða all lengi eftir að málið verði á dagskrá á ný. Pegar sú
stund rennur upp verður vonandi tilbúið heildarsamgöngu-
skipulag fyrir landið allt og hægt að byggja ákvarðanir á traust-
um upplýsingum og með góðum fyrirvara.
Sjómannaalmanak
Skerplu 1999
38?*
„VtíOKM
Einstök handbók um sjávarútveg og íslensk skip.
Yfir 800 skipamyndir og tæknilýsingar.
Pöntunarsíminn er 568-1225
Skerpla • Suðurlandsbraut 10 • 108 Reykjavík
Sími 568-1225 Fax 568-1224 • Net skerpla@itn.is
SÆVARHÖFðl 10
112 REYKJAVÍK
SÍMI 577 2000
TEHGIehf.
SMIÐJUVEGUR 11 -202 KÓPAVOGUR
SÍMI 564 1088 - FAX 564 1089
Rannsóknastofnun
byggingariönaöarins
Keldnaholt »112 Reykjavík
Sími 567 6000 • Fax 567 8811
SNERTH
Hlíðasmári 14 • 200 Kópavogur • Sími: 554 0570 • Fax: 554 0571
i
I'
■ H a
42