Upp í vindinn - 01.05.1999, Page 49
MISLÆC GATNAMOT MIKLUBRAUTAR OG SKEIÐARVOGS
akreina og í punktgatnamótum, en nú
liggja þær samsíða yfir alla brúna þannig
að útbrúnir hennar eru beinar. Umferðar-
tæknilega eru tígulgatnamótin lakari en
punktgatnamótin og á það sérstaklega við
þegar umferðin nálgast umferðarrýmd
þeirra.
Umferðarhraði í punktgatnamótum er
meiri heldur en í tígulgatnamótum vegna
rýmri geometríu, sem skapar hinsvegar
hættu fyrir gangandi vegfarendur og
aukna hættu á aftanákeyrslum og að ekið
sé á fasta hluti meðfram akbraut. Pó hef-
ur rannsókn í Bandaríkjunum frá 1996
sýnt að ekki er marktækur munur á
óhappatíðni í punkt- og tígulgatnamót-
um, né á alvarleika óhappa.
Við athuganir á þessum tveimur út-
færslum kom í ljós að stóri beygjustraum-
urinn af Skeiðarvogi austur Miklubraut
var algjörlega ráðandi fyrir afkastagetu
þeirra. Allar ráðstafanir til að bæta að-
stæður hans skila sér beint í betra um-
ferðarflæði. Lögðu hönnuðir því fram
nýja tillögu þar sem þessum beygju-
straumi er gefinn aukinn forgangur með
því að taka hann í sérstaka slaufu sem
einungis þarf að skera einn beygjustraum.
Þessi tillaga var nefnd slaufugatnamót og
er sýnd á mynd 3. Með þessu móti fær
straumurinn allt að 2/3 af ljósahring
gatnamótanna á grænu ljósi og minnkar
það tafatíma hans umtalsvert og þar með
heildartafatíma á gatnamótunum. Pótt
akreinar séu enn fimm eru þær á tveimur
aðskildum brúm. Af þremur akreinum á
aðalbrúnni eru tvær fyrir umferð til norð-
urs og ein fyrir beina strauminn til suð-
urs. Á hinni brúnni eru tvær akreinar
með stóra beygjustraumnum. Helsti
ókostur þessara gatnamóta felst í tvöfaldri
slaufu með kröppum radía og tveimur
innákeyrslum á Miklubraut að sunnan í
stað einnar áður í hinum lausnunum. Af-
kastageta slaufugatnamótanna er hins
vegar áberandi meiri en hinna.
I öllum þessum lausnum var talið
nauðsynlegt vegna umferðaröryggis að
strætisvagnar sem aka á Miklubraut ækju
eftir römpum og yfir Réttarholtsveg og
Skeiðarvog með biðstöðvar neðst í römp-
unum. Lengdir á að- og fráreinum Miklu-
brautar voru það miklar að ekki var talið
fært að færa biðstöðvarnar út fyrir þær. Ef
biðstöðvar eru á að- og fráreinunum og
vagnarnir aka eftir Miklabraut, þá þurfa
þeir að fara yfir 2-3 akreinar til að kom-
ast að og frá biðstöð. í punkt- og
slaufugatnamótum þyrfti að gera sérstak-
ar akreinar uppi á gatnamótunum, til að
Mynd 1. Punktagatnamót.
slysa. Farin er sú leið að reikna arðsemina
í formi innri vaxta, en innri vextir eru
þeir reiknivextir sem gera núvirði tekna
af framkvæmdinni jafnt núvirði kostnað-
ar. Innri vextir framkvæmdarinnar voru
metnir 29% sem þýðir að framkvæmdin
hefur mikla arðsemi.
4.3 Mismunandi valkostir
í upphafi forhönnunar var álitið að
punktgatnamót eins og eru á gatnamótum
Höfðabakka og Vesturlandsvegar, og
tígulgatnamót líkt og eru á gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar
væru álitlegustu valkostirnir.
Mynd 1 sýnir grunnmynd punktgatna-
móta á mótum Miklubrautar og Skeiðar-
vogs. Almennt hentar þessi gerð gatna-
móta vel þar sem landrými er takmarkað
eða þar sem vinstri beygjustraumar af
umferðarminni götunni eru stórir og þar
sem stærsti hluti umferðar er til og frá að-
algötunni. Þá þykir það einnig kostur að
gatnamótunum er stýrt með einum ljós-
um. í þessu tilfelli er það nokkur ókostur
að hornið á milli gatnanna víkur 25° frá
réttu horni, því að það breikkar brú-
arplötuna við endana og lengir stoðveggi
beggja vegna brúar. Einnig skapar það
hættu á því að ökumenn villist á ranga
akrein á móti annarri umferð. Þessi
punktgatnamót gera ráð fyrir einni akrein
fyrir alla umferðarstrauma nema þann
stóra af Skeiðarvogi austur Miklubraut,
hann fær tvær akreinar.
Tígulgatnamót eru hin hefðbundna
lausn fyrir svona gatnamót og er einkenni
þeirra að gatnamótunum er skipt í tvenn
ljósastýrð gatnamót við brúarendana þar
sem ljósatímar eru samstilltir. Helstu
kostirnir eru að gatnamótin þykja einföld
og auðskilin fyrir vegfarendur. Brúin
verður bein og einföld í formi og því
verða mannvirkin tiltölulega ódýr. Mynd
2 sýnir grunnmynd tígulgatnamóta á
þessum stað. Notað er sarna fyrirkomulag
Mynd 2. Tígulgatnamót.
49