Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 38

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 38
...upp í vindinn Mynd 6: Bunan við 400 m3/s rennsli. Mynd 7: Líkan af gljúfrinu, endi yfirfallsrennunnar er efst til vinstri á myndinni. Mynd 5. Tveggja þrepa lausn enda yfir- faílsins með skásettum enda. ist það takmarkaða rými sem til ráðstöfunar er í gljúfrinu á sem bestan hátt. Líkanið staðfestir að skásettur endi virkar vel og engin óvænt vandamál komu upp í tengslum við slíka út- færslu. Á mynd 6 er sýnt hvernig bunan stekk- ur fram af efri brúninni og niður í gljúfrið við 400 m3/s án þess að lenda á neðri pallinum. Bunan stekkur styst við hliðarveggina þar sem hraðinn er lægstur vegna núnings frá veggjunum og einnig vegna þess að rennan víkkar síðustu 120 m. Á móti þessu er mikil- vægt að vega þannig að allt rennslið sleppi á sama tíma fram yfir neðri pallinn. Þetta verður gert með því að setja inn fleyga við veggina til að sá hluti rennslisins stökkvi lengra fyrir lág- rennsli. Rofið í gljúfrinu er háð því hversu mikil orka á flatareiningu mun lenda á gljúfurbotninum. Þessa orku og þær þrýstibylgjur sem hún veld- ur er hægt að meta reiknislega. Til að staðfesta þessa reikninga verður þrýstingur niðri í gljúfr- inu mældur í líkaninu, bæði stöðuþrýstingur og hreyfifræðilegur þrýstingur. Til þess að þær mælingar gefi raunhæfa mynd þá er nauðsyn- legt að byggja gljúfurveggina í líkaninu eins og sýnt er á mynd 7. Þannig er hægt að skoða ná- kvæmlega hvar í gljúfrinu og hversu nálægt gljúfurveggjunum bunan lendir og þannig stilla af fótspor hennar með það að markmiði að álagið á gljúfurveggina og botninn verði sem minnst. Einnig má með þessu skoða hversu langt niður eftir frá lendingarstaðnum orkueyð- ingin nær, t.d. hvar og hvort straumstökk eigi sér stað, og þá straumfræðieiginleika sem eru ráðandi um þær aðgerðir sem þarf að grípa til í gljúfrinu til að verja það gegn rofi. Til að draga úr áhrifum bununnar er ráðgert að byggja stíflu í gljúfrinu um 150 m neðan við staðinn þar sem bunan lendir. Stíflan ásamt dýpkun botns gljúfursins mun tryggja um 22 m dýpi við hönn- unarrennsli þar sem bunan lendir. Gert er ráð fyrir að sá vatnspúði dragi nægjanlega úr rof- mætti bununnar. Hönnun enda yfirfallsrennunnar er sérstak- lega snúin þar sem smáatriði í hegðun rennsl- isins eru sérstaklega mikilvæg til að tryggja rétta hegðun bununnar þegar hún stekkur nið- ur í gljúfrið. Líkanið spilar því lykilhlutverk við þessa hönnun og ekki síðurtil að meta rofmátt bununnar þegar hún lendir í gljúfrinu og er því leiðandi við hönnun rofvarna í gljúfrinu sjálfu. Hegðun streymisins í gljúfrinu upp við Kárahnjúkastíflu skiptir einnig máli. Lofthlið stíflunnar er um 100 m ofan við staðinn þar sem bunan lendir og sýnir líkanið að nánast engin áhrif ná upp að stíflunni, enda fer megin- hluti orkunnar niður eftir gljúfrinu. Einnig er líkanið notað til að staðfesta að vatnsborð neð- an stíflunnar sé nægjanlega lágt til að hægt sé að nota botnrás stíflunnar án þess að bakvatn í gljúfrinu hafi áhrif á rekstur hennar. Lokaorð Straumfræðilegt líkan af yfirfalli Hálslóns við Kárahnjúkastíflu hefur í meginatriðum sann- reynt reiknilega straumfræðilega hönnun yfir- fallsins. Líkanið hefur einnig verið notað til að hnika til ýmsum atriðum til að bæta virkni þess. Erfiðasti hluti hönnunar yfirfallsins er að tryggja að ekki verði óásættanlegt rof neðan við bun- una þegar hún steypist ofan í Hafra- hvammagljúfur og mun líkanið spila lykilhlut- verk við hönnun mótvægisaðgerða vegna rofs í gljúfrinu. Höfundar þakka Landsvirkjun fyrir heimild til að birta grein þessa. Áhugasömum lesend- um er bent á að ítarlegar upplýsingar um Kára- hnjúkavirkjun er að finna á vefsíðu Landsvirkj- unar: www.karahnjukar.is. ii m m MÁLMSTEYPA Þorgríms Jónssonar ehf. MIÐHRAUNI 6 - 210 GARÐARBÆR - SÍMI 544 S9CO - FAX 544 S901 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.