Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 33

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 33
...upp í vindinn • Langflestir þjóðvegir, með umferð sem réttlætir malbikun, eru innan seilingar frá fastri malbikunarstöð. Annars staðar má framleiða malbik með færanlegri blöndun- arstöð. • Arðsemislíkaninu er tiltölulega auðvelt að breyta, skipta um einingarverð eða bæta við kostnaðarliðum. Þar af leiðandi er hægt að beita því á mismunandi stöðum á land- inu. Einnig er auðvelt að endurtaka útreikn- inga ef nákvæmari upplýsingar liggja fyrir, til dæmis um atriði sem ekki hefur tekist að verðleggja hingað til. Meðfylgjandi línurit og töflur gefa til kynna niðurstöðurnar á sýnilegra formi en textinn hér að framan. Önnur sjónarmið Ýmis atriði, sem að réttu lagi ættu að koma til álita I arðsemismati sem þessu, hefur ekki tekist að meta til verðs að svo stöddu og það kemur niður á áreiðanleika arðsemisreikn- inganna. Til dæmis hefur kostnaður vegfar- enda aðeins að litlu leyti verið tekinn með. Ástæðan er sú að upplýsingar, sem hægt er með góðri samvisku að heimfæra á íslensk- ar aðstæður, eru af mjög skornum skammti. Líklega verða vegfarendur frekar með- mæltir malbikinu vegna þátta, sem ekki eru teknir með í arðsemisreikningum þar sem erfitt er að meta þá til fjár. Tíðni yfirlagna og þar með truflana er mun meiri á vegum með klæðingu en malbikuðum vegum. Steinkast eftir útlögn er nokkuð í tilfelli klæðingarinn- ar en nánast ekkert þar sem malbik hefur verið lagt. Blæðingarhætta er hverfandi á malbikuðu slitlagi en allnokkur á klæddum vegum. Sléttleikinn varir lengur á malbikuð- um vegum en klæddum. Aftur á móti er hemlunarviðnám að jafnaði meira á klædd- um vegum en malbikuðum. Frá sjónarmiði veghaldara er malbikið vænlegra, ef stofn- kostnaði er sleppt, þó erfitt sé að meta til fjár. Nefna má tvennt. Áhrif umferðarþunga á gæði nýlagðs malbiks eru tiltölulega lítil en heldur meiri hætta er á göllum í klæðingu með aukinni umferð. Áhrif vetrarviðhalds á gæði malbiks eru takmörkuð en geta verið umtalsverð þar sem slitlag er klæðing [2]. Umhverfissjónarmið og notkun hráefna hafa stöðugt meira vægi í ákvörðunum um framkvæmdir. Tafla 1 sýnir greinilega að notkun hráefna og þar með aukin neikvæð áhrif á umhverfið eru meiri við klæðingu en malbik í þeim samanburði sem hér er settur upp. Það hefur þó verið nokkur framþróun í umhverfisvænni leysiefnum við gerð klæð- inga og sterkara steinefni gæti minnkað svifryksmengun. Umhverfið er svo misnæmt fyrir loftmenguninni og einnig hugsanlegri jarðvegsmengun eftir því hvort vegur er í þéttbýli eða dreifbýli svo dæmi sé tekið. Vafalaust má finna fleiri umhverfisþætti sem koma misjafnlega út eftir því hvort malbik eða klæðing er valin í slitlag á vegi. Heimildir: 1. Gylfi Ástbjartsson (1997): Arðsemi end- urbyggingar vegamannvirkja á Skeið- arársandi. Morgunblaðið, 18.4.1997. 2. Ásbjörn Jóhannesson, Ingvi Árnason, Sig- ursteinn Hjartarson, Sigþór Sigurðsson og Þorsteinn Þorsteinsson (2005): Samanburður á arðsemi malbiks og klæðingar á þjóðvegum. Rannsókna- skýrsla unnin fyrir Vegagerðina, 2005. 3. Ásbjörn Jóhannesson, Ingvi Árnason, Sig- ursteinn Hjartarson, Sigþór Sigurðsson og Þorsteinn Þorsteinsson (2004): Arð- semi malbiks á þjóðvegum. Erindi á ráðstefnu Vegagerðarinnar um rann- sóknir 5. nóvember 2004. • www.kbbanki.is KB BANKI - kraftur til þín! Sérsniðin þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki KB banki býöur rekstraraðilum smærri og meðalstórra fyrirtækja persónulega, faglega og skjóta þjónustu í fjármálum, hvort heldur er á sviöi rekstrar eða einkafjármála. KB ATVINNULIF Pantaðu ráögjöf á kbbanki.is eða komdu viö í næsta útibúi KB banka. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.