Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 13

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 13
...upp í vindinn Mynd 6 - Göngubrú á Reykjanesbraut við Ásland ■ Hafnarfirði sterkan svip á brúna. Heildarbreidd brúar- innar er 3,40 m. Brúin er 93 m löng í sex höfum með lengsta haf 18 m. Endastöplar eru steyptir, sá vestari niður á klöpp en sá eystri á þjappaðri fyllingu. Millistöplar eru ryðfríar stálsúlur fylltar með steypu sem ganga upp í steypta yfirbygginguna. Þrátt fyrir lengd brúarinnar eru engar þensluraufar í brúnni. Legur eru á báðum endastöplum og stálfestingar halda yfir- byggingunni í þveráttina. Eystri endinn er jafnframt fastur í lengdarstefnu til að taka upp hreyfingar í jarðskjálfta og vegna hita- breytinga. Vegna styttingar yfirbyggingar- innarvið uppspennu brúarinnar voru báðir JDO_ 025 rúnnsMI C/C120 Mynd 7 - Óvenjuleg útfærsla á brúarþver- sniði á göngubrú á Reykjanesbraut við Ás- land í Hafnarfirði endar hafðir lausir í lengdarstefnu fyrir uppspennu. Með því að innsteyptum stál- festingum á endastöplum annars vegar og yfirbyggingu hins vegar var hliðrað í lengd- arstefnu brúar var hægt að minnka lengd- arhreyfingar brúarinnar verulega. Að lok- inni uppspennu pössuðu efri og neðri hluti stálfestinganna saman þannig að hægt var að koma bolta fyrir og festa þannig endann gagnvart hreyfingum í lengdarstefnu. Handrið brúarinnar eru úr ryðfríu stáli og er það fest utan á brúarkantinn. Nokkur vandræði hafa skapast vegna titrings í handriðum í vissri vindátt með óþægind- um fyrir íbúa í nágrenninu. 5 Göngubrú á Jökulsá í Lóni 5.1 Staðhættir í ágúst 2004 var lokið við byggingu göngu- brúar á Jökulsá í Lóni við Eskifell ofan við ármót Jökulsár og Skyndidalsár. Jökulsá á Lóni er rúmlega 20 km austan við Höfn í Hornafirði. Göngubrúin er rúmlega 10 km ofan við vegbrú á Hringvegi. Önnur göngu- brú er á Jökulsá inn við Kollumúla en með byggingu nýrrar brúar við Eskifell varð til gönguleið frá Stafafelli í Lóni inn á Lónsör- æfi. Göngubrúin er staðsett þar sem Jök- ulsá fellur fram úr þrengingum ofan við Eskifell í tilkomumiklu landslagi. Brúin situr á klettanefi að sunnanverðu en að norðan í skógarrjóðri á klettatungu við svokallað Einstigi. Jökulsáin er síbreytileg á þessum stað og því farartálmi fyrir gangandi fólk Vegagerðin gerði kynningarskýrslu vegna framkvæmda við göngubrúna, Jökulsá í Lóni - göngubrú. Kynning fram- kvæmda. Maí 2003. Þar kemur fram lýsing á staðháttum ásamt fleiri atriðum. Hana má nálgast á heimasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/vef- u r2. nsf/pages/frkyn n ing_framkv_au.html. Fjárveiting til brúargerðarinnar fékkst samkvæmt vegaáætlun árið 2002. Brúar- flokkur Vegagerðarinnar á Reyðarfirði byggði brúna. Undirstöður voru steyptar vorið 2003 en brúin reist sumarið 2004. 5.2 Lýsing brúar Brúin er hefðbundin hengibrú með tveim- ur köplum sem eru festir í jörðu með steyptum bergakkerum. Brúin er í einu 95 Mynd 8 - Þversnið í göngubrú á Reykjanesbraut við Ásland í Hafnarfirði 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.