Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 55

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 55
...upp í vindinn andlitsbað voru farnar styttri skoðunarferðir frá skipinu. Ein þeirra var í Draugaborgina. Þar keyrðum við í gegnum mannlausa borg þar sem áður bjuggu um 100.000 manns. Hún er aðeins ein af þeim mörgu borgum sem búið er að rýma og byrjað að brjóta nið- ur vegna þess að þegar stíflan er fullbyggð munu þær hverfa undir vatn. Hinum megin árinnar mátti sjá glitta í aðra borg í gegnum þokuna, en hún er nýbyggð og þangað er smám saman verið að flytja um tvær milljón- ir manna úr borgunum sem þarf að rýma. Eft- ir keyrsluna í gegnum þessa drungalegu borg hófst ganga upp eftirtröppum í fjallinu þang- að til við komum í hina eiginlegu draugaborg sem er heimili óteljandi líkneskja af guðum og verum frá helvíti. Þar leystum við þrjár þrautir sem sagan segir að þurfi að leysa til að eiga inngöngu í himnaríki og stóðum okkur flest með prýði. Næsti áfangastaður okkar var stíflan sjálf. Seinustu nóttinni á skipinu eyddum við í að sigla í gegnum stærsta skipastiga í heimi. Hann er fimm þrep og er heildarfallhæðin 113 metrar. Morguninn eftir var tekið á móti okkur þegar við komum af skipinu og við fengum leiðsögn um sýningarsvæðið og skoðuðum líkan af þessu gríðarlega mann- virki sem mun hafa framleiðslugetu upp á 18200 MW árið 2007 þegar allir 26 hverflarn- ir verða komnir í notkun. Einnig fengum við að fara niður í stöðvarhúsið og niður að ein- um sniglinum og eins og með svo margt ann- að þarna, var stærðin yfirþyrmandi. Shanghai Eftir sólarhrings dvöl í Yichang, borginni við stífluna, var ferðinni heitið til Shanghai. Þessi borg var eins ólík Peking og hægt var að hugsa sér. Fólkið klæddi sig öðruvísi, var öðruvísi í fasi, fleiri töluðu ensku og hvert sem litið var mátti sjá margra hæða gatnamót og skýjakljúfa. Þar skoðuðum við meðal annars Yuyuan garðinn, verslunargötuna Nanjing Road og röltum um á Bund við bakka Huangpu-ár. Hinum megin árinnar er Pu-tong hverfið, en Pu-tong þýðir „austan árinnar." Til að komast þangað fórum við í neðan- jarðarlest sem ber nafnið Yan'an Road tourist tunnel. Þetta var ekki löng lestarferð en þó með þeim eftirminnilegri. Eins og nafnið ber með sér er þessi lest gerð fyrir ferðamenn frekar en að ferja Shanghaibúa í og úr vinnu og alla leiðina var Ijósasýning í göngunum. Fyrir örfáum áratugum var Pu-tong-svæð- ið hrísgrjónaakrar en núna hefur risið þar ótrúlegur fjöldi háhýsa sem skipa sér í flokk hæstu bygginga heims. Við fórum upp í Shanghai Oriental Pearl Tower sem er þriðji hæsti turn í heimi, 468m á hæð. Þaðan var ótrúlegt útsýni yfir allt Putong hverfið og yfir í Pusí (vestan ár) handan við ána. Jin Mao Tower er 5. hæsta bygging í heimi, 421 metra há og 88 hæðir og leiðsögumaðurinn okkar leiddi okkur þangað inn og við ætluðum upp á topp en vorum ekki fyrr komin inn í lyftuna en okkur var sagt að þetta væri ekki ferða- mannastaður og við rekin út aftur. Þetta virt- ist ekki vera í fyrsta skipti sem leiðsögumað- urinn lenti í þessu en hann sagði okkur þó að honum hefði tekist að smygla nokkrum hóp- um þarna upp, við bara vorum ekki svo hepp- in. Annar áhugaverður staður í Shanghai er „China town." Maður hefði ekki haldið að China town væri að finna í sjálfu alþýðulýð- veldinu Kína enda minnti sá bæjarhluti meira á Kínahverfi í vestrænum borgum en þær hefðbundnu kínversku borgir sem við höfð- um komið til . Húsin þarna eru byggð í hefð- bundnum stíl en á hverju horni eru sölumenn og í öllum húsum eru verslanir. Flestar selja þær postulín, prjóna og gagnslausa ferð- mannahluti en mitt í þessu öllu saman er líka hægt að fá sér köku og kaffi á Starbucks. Við heimsóttum líka arkitektúrdeild Tongji háskóla þar sem við skoðuðum glæsileg ný húsakynni skólans, og fengum svo kynningu á skipulagi og þróun borgarinnar. Seinasta kvöldið í Shanghai var komið að því að kveðja hann Baldvin sem hafði reynst frábær ferðafélagi og forystusauður. Áburðaruerksmiðjan —1 ..........— — Sjálfvirkur opnunar- og lokunarbúnaður fyrir hurðir og glugga. ■ ’JL pn Wf illllUVlkkll Skútuvogur 1H, 104 Rvk. S: 5858900 www.jarngler.is 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.