Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 28

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 28
...upp í vindínn Að malbika eða malbika ekki Lengi hefur það verið álitamál meðal fólks hvort ekki mætti líta til lengri tíma þegar fjárfestingar eru ákveðnar í samgöngugeir- anum. Mörgum finnst til dæmis að úr því brýrnar á Suðurlandsvegi yfir Skeiðarársand voru á annað borð gerðar árið 1974 af hverju voru þær ekki hannaðar miðað við flóðið sem eyðilagði þær að hluta haustið 1996? Svarið er einfalt, það var ekki arð- bært að hanna fyrir flóð sem vænta má að komi aðeins á 50 - 100 ára fresti. Svo mik- il umframfjárfesting, miðað við það sem gert var, hefði aldrei getað staðið undir sér miðað við þann kost að endurbyggja mannvirki með sömu tíðni og flóð umfram hönnunarflóðið. Það hefur reyndar verið um þetta tiltekna mál fjallað áður, m.a. í ágætri grein Gylfa Ástbjartssonar verkfræð- ings, í Morgunblaðinu, eftir Skeiðarárhlaup- ið mikla fyrir tæpum áratug [1]. Svipaðra spurninga er oft spurt þegar lagt er slitlag á vegi og er á þá leið hvort ekki væri skynsamlegra að malbika í stað þess að leggja á þunna klæðingu sem eftir tiltölulega skamman tíma er orðin óslétt og þarfnast verulegra viðgerða eða jafnvel endurnýjunar. Enn eru þeir sem segja að auðvitað ætti að steypa alla vegi því þannig verði lítill sem enginn kostnaður af viðhaldi og viðgerðum um afar langan tíma. Þessi spurning varðandi slitlögin er sí- HÞorsteinn Þorsteinsson er aðjúnkt við verkfræði- deild Háskóla Islands. fellt ný og þarfnast sífellt endurbættra svara sem eiga við á hverjum tíma því ýmsar for- sendur breytast, ekki síst í samgöngumál- um. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir rannsókn á arðsemi tvenns konar slitlaga, þ.e. klæðingar og malbiks, og hvernig arð- semin breytist eftir umferðarálagi. Miðað er við sérstakar aðstæður og valið tilfelli 5 km vegar í Melasveit á Vesturlandi. Rannsóknin var unnin sl. vetur af starfshópi, sem reynd- ar er enn starfandi, og telur fulltrúa Vega- gerðarinnar, Rannsóknarstofnunar bygging- ariðnaðarins, Háskóla íslands og Malbikun- arstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas. Er hér sagt frá nokkrum niðurstöðum rannsóknarinnar [2]- Undirstaða arðsemisreikninga Fjölmargt þarf að hafa í huga þegar settir eru upp arðsemisreikningar í samgöngu- málum og ýmsar inntaksstærðir í reiknilík- ön eru allmikilli óvissu undirorpnar. Þá eru það einnig inntaksstærðirnar sjálfar sem valdar eru. Eiga þær að vera út frá sjónar- miði eiganda samgöngumannvirkisins eða eiga sjónarmið notenda einnig að koma til? Það eru þannig ýmsar ákvarðanir sem þarf að taka áður en lagt er upp í arðsemisgrein- ingu. Almennt er nú talið að taka beri tillit til allra hlutaðeigandi, þ.e. bæði veghaldara og notenda, þegar arðsemi samgöngu- mannvirkja er könnuð. Þannig var að farið í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar. Þó verður að hafa varann á að ekki er alltaf hægt að tiltaka alla þætti ábata eða jafnvel kostnaðar þar sem um er að ræða þætti sem nær ómögulegt er að leggja fjárhags- legt mat á. Það má fara nærri um hvað mannvirki kosta í byggingu eða hver kostn- aðurinn er við notkunina. En þegar komið er að til dæmis umhverfisgæðum þá vand- Notkun Malbik. Klæðing, hráefna kg/m2 kg/m2 Bindiefni 21 47 Steinefni 356 468 Leysiefni 0,31 4,68 Tafla 1. Samanburður á þáttum í auð- lindanotkun malbiks og klæðingar á 35 ára tímabili. Umferð á opnunarári er 3000 ÁDU og vex um 2,5% á ári. Stein- efni í slitlagi (malbiki og klæðingu) hef- ur kvarnartölu 7. Heimild [2]. ast málið við að setja verðmiða á þau. Meira að segja er vandasamt, og sumir myndu segja ógerlegt, að meta líf og heilsu þeirra sem verða umferðarslysum að bráð. Þá er ekki síður umdeilanlegt hvers virði tíminn er, þ.e. hvernig ber að meta þann tíma sem sparast eða tapast við styttingu vegalengdar eða við tíðar viðhaldsaðgerðir og lakara þjónustustig meðan á þeim stendur. Ekki síst er umhugsunarefni hvort einfaldlega megi leggja saman tímasparn- að (eða tímatap) þegar frávikið fyrir hvern og einn verður svo lítið að vart er merkjan- legt en getur hugsanlega safnast í stórar tölur ef umferðin er mikil. Um þessi vanda- mál og önnur hafa verið ritaðar lærðar Slitlag lagt á buröarlag, vöxtur umferöar 2,5 % Slitlag lagt á klæöingu, vöxtur umferöar 2,5 % Mynd 1. Núvirtur kostnaður sem fall af umferð á opnunarári, malbik og klæðing, hvort tveggja með 2,5% vöxt í urnferð á ári. Mynd til vinstri; slitlag lagt á (fest eða óbundið) burðarlag. Mynd til hægri; slitlag lagt á slitna klæðingu. Kostnaðurinn miðast við vegkafla á Hafnarmelum. Vextir eru 6% og samanburðartímabilið 35 ár. Ef vænta má aukningar á umferð þá verður malbikið hagstæðara við minni umferð á opnunarári. Heimild [2]. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.