Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 10

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 10
...upp í vindinn Mynd 5 - Tölvugerð mynd af stiga sem gengur af göngubrú á Hringbraut (Studio Cranda) Mynd 4 - Tölvugerð mynd af endastöpli við göngubrú á Hringbraut vestan Njarðargötu. (Studio Cranda) 2.4 Burðarvirki í tillögu hönnuða að þversniði yfirbygging- ar á fyrra þrepi samkeppninnar voru settir fram þrír kostir, þ.e. steypt þversnið með annars vegar forsteyptum einingum og hins vegar staðsteypu. Einnig var sýnt stál- þversnið. Steypta þversniðið og stálþver- sniðið höfðu sömu forsendur að leiðarljósi, þ.e. vindustíft þversnið sem mætti nýta óháð formi brúarinnar í plani og hæð. Við byggingu göngubrúa á Hringbraut er nokkuð hagræði fólgið í því að ekki þarf að byggja brýrnar með umferð á Hring- braut. Það hefur í för með sér að hægt er að nota hefðbundinn undirslátt og því verður staðsteypt burðarvirki hagkvæmur kostur. Sá möguleiki var fyrir hendi að skipta því út fyrir forsteyptar einingar ef að framkvæmd við færslu Hringbrautar hefði sett þær skorður. Það hefur ekki áhrif á út- lit brúarinnar en þetta á einungis við þau höf sem eru yfir Hringbrautinni. Sá hluti brúarinnar sem svífur yfir friðlandið er í of kröppum boga til að hægt sé að byggja hann úr forsteyptum einingum. Göngubrýrnar eru samfelldar og eftir- spenntar bitabrýr með bogaformuðum bita eins og sést mynd 3. Heildarhæð bitans er 700 mm og er þykkt kantsins einungis 170 mm og festist stálhandriðið í kantinn. Það er gert úr grönnum teinum úr ryðfríu stáli, sem soðnir eru á samfellda plötu neðst. Hver handriðseining er 1,5 m löng og fest- ist í kant brúardekksins með þremur bolt- um, út við kanta og einn á miðri einingu. Teinar eru á milli, svo vatn eigi ávallt greiða leið út af brúnni, án þess að óhreinindi verði sýnileg á brúarkanti. Notað er hvítt sement með Ijósum fylliefnum í steypuna til að fá Ijósara og bjartara útlit. Þrír spennikaplar eru í þversniðinu en gert er ráð fyrir að spenna þurfi í tveimur áföngum. Bæði er það vegna þess hve löng brúin er og einnig vegna mikils krappa í syðri endanum sem veldur töluverðum töpum á uppspennikraftinum. Millisúlurnar eru úr ryðfríum stálrörum sem fyllt eru með steypu og gengur stálrör- ið lítillega upp í yfirbygginguna. Súlurnar sem eru næst Hringbrautinni og í miðeyj- unni eru hringlaga með þvermál 500 mm og þola að keyrt sé á þær. Þær fjórar súlur sem eru yfir friðlandinu þurfa ekki að þola slíkt álag og því er gert ráð fyrir að þær grennist eftir því sem þær styttast og hafi þvermál frá 400 mm og niður í 350 mm. Endastöplarnir eru með lóðréttum veggjum sem ganga ofan í jörð og eru jafn- breiðir yfirbyggingunni en ná um 4 m aftur. Yfirbyggingin nær rétt aftur fyrir stöpulinn og kemur gangstígurinn að endanum. Brú- arhandriðið gengur aftur að stöpulendan- um. Línuhönnun verkfræðistofa Fyrst FRV verkfræðistofa til að fá vottun skv. ISO 9001:2000 Einu skrefi framar ...ávit góðra verlm 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.