Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 49

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 49
...upp í vindinn Mynd 1: Ein fjögurra settjarna í Elliðaárdal. Mynd 2: Staðsetning nýju tjarnanna og afrennslissvæðið. fors, köfnunarefnis og vegsalts nokkuð lakari. Hreinsun olíuefna er hins vegar um og yfir 90%. Mikil vinna hefur verið lögð I að aðlaga sænskar og þýskar hönnunarforsendur að að- stæðum hér á landi. Úrkomugögn sem safn- að hefur verið af Gatnamálastofu til margra ára hafa verið notuð til að finna út eðlismun og stærðarmun úrkomu hérlendis og í þess- um viðmiðunarlöndum. Niðurstaðan er m.a. sú að hérlendis getum við komist af með minni tjarnir án þess að það komi niður á hreinsivirkni þeirra. Mengunarhætta Óhreinindi í ofanvatni eru af mismunandi toga og uppruna. Bæði er um að ræða óupp- leyst og uppleyst efni sem rekja má til yfir- borðs- og snertiflatar úrkomu við malbik, þak- járn o.s.frv. Nokkuð er um aðskotahluti og rusl sem berst í settjarnir. Vegslit, gúmmí, sót, málningarflögur, olíu- dropar, fokryk, sandur og möl, bremsuklossar og riðvörn bíla eru meðal efnaflokka sem ber- ast í ofanvatnskerfi og inn I tjarnir. Um mjög litlar agnir getur verið að ræða. Talið er að til- tölulega takmarkaður hluti efnamengunar sé á formi frjálsra jóna, þess í stað eru þær meira bundnar burðarögnum. Þessi massi sem sest til botns í tjörnum, er því slammkenndur. Flotefni, s.s. olía og fita, geta verið bundin ryki og fínsandi og myndað froðukennt yfirborð. Afrennslissvæði tjarnanna við Sævarhöfða er nokkuð sérstakt fyrir þær sakir að umferð þungra bíla er nokkuð mikil, bæði á Vestur- landsvegi og vegna iðnaðarstarfsemi í Höfða- hverfi. Hætta á mengunarslysum er því nokk- ur. Einnig er nokkur mengun sem stafar af jarðefnaiðnaði á svæðinu, í skolvatni þaðan er mikið af fínefnum sem grugga vatnið. Hönnun tjarnanna við Sævarhöfða í tjamirnar rennur vatn frá um 120 ha svæði, sjá mynd 2. Um 20% svæðisins er íbúabyggð, 70% er iðnaðarsvæði og um 10% svæði sem tengist Vesturlandsvegi. Til að meta hve mikið vatn getur borist í tjarnirnar var notast við svokall- aða M5-aðferð til að meta úrkomumagn og svæðum innan afrennslissvæðisins síðan gefnir svokallaðir afrennslisstuðlar. Þessir stuðlar gefa til kynna hve mikill hluti ofan- vatns skilar sér í fráveitukerfið. Notast var við stuðlana 0,1 fyrir grasi vaxið land, 0,35 fyrir íbúabyggð en 0,7 fyrir iðnaðarsvæði. M5-að- ferðin byggir á úrkomugögnum af svæðinu og gefur samband úrkomumagns, endurkomu- tíma og varanda regnskúra. Við hönnun tjarn- anna var miðað við að þær virki eðlilega þótt úrkoman sé sú mesta á 5 ára tímabili. Ákveðið var að tjarnirnar sem taka við vatninu yrðu alls fjórar talsins. Ástæðan er sú að þörf var talin á tvískiptingu tjarna vegna þeirrar mengunar sem til staðar er á svæðinu. Þá er um þriðjungur tjarnarrýmisins í svokall- aðri fortjörn þar sem megnið af menguninni lendir en vatnið berst síðan í aðaltjörnina sem er nokkru stærri og hreinsast betur þar. Með þessu fyrirkomulagi sparast vinna við hreins- un tjarnanna þar sem yfirleitt nægir að hreinsa aðeins fortjörnina. Einnig er mun auð- veldara viðfangs að fanga olíu frá slysi í for- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.