Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 40

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 40
...upp i vindinn Mælingar á ganggæðum reiðhesta Inngangur Ganggæði í íslenskum hestum eru afar mismunandi bæði hvað varðar tíguleika gangsins sem og mýkt og þægindi fyrir knapa. Oft er talað um að hestur sé þýður eða hastur á tiltekinni gangtegund byggt á huglægu mati knapa. í því forverkefni sem hér er til umfjöllunar var markmiðið að at- huga hvort það sé grundvöllur fyrir því að meta með hlutlægum hætti þýðgengi reið- hesta og hugsanlega að gefa þeim gang- einkunn. Verkefnið var samvinnuverkefni milli Verkfræðideildar Háskóla íslands og sprotafyrirtækisins Kine ehf. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Mælibúnaður Grunnhugsunin í verkefninu er að nota titr- ingsnema til að mæla og skrá ganghreyf- ingar í reiðhesti á ferð með knapa og nota svo gagnaúrvinnslu til að gefa gangein- kunn. Hægt er að hugsa sér að vera með fleiri en einn titringsnema og mæla hreyf- ingar á mismunandi stöðum á hestinum, í mismunandi stefnur og jafnvel að festa nema við knapa. Hefðbundinn mælibún- aður samanstendur af nemum sem tengd- ir eru við mælitölvu með köplum. Vírar og kaplar eru ekki hestvænn búnaður. í þessu verkefni var brugðið á það ráð að nota þráðlausan hröðunarnema sem yf- irfærir mæligögn með fjarskiptasambandi í fartölvu sem staðsett er nálægt reiðbraut hests, eða í um 20 til 60 m fjarlægð. Not- Bjarni Bessason er prófessor vib verkfræóideild Hóskóla Islands. Inga Rut Hjalta- dóttir er í meist- aranómi í bygg- ingarverkfræói. Baldur Þorgilsson er rafmagnsverk- fræðingur og einn þriggja stofnenda sprotafyrirtækisins Kine ehf. ast var við mælibúnað frá Kine ehf í Hafn- arfirði. Hröðunarneminn var af gerðinni KineAcc-1 sem hefur mælisvið frá ±0,002g og upp í (±2g. Hér er g=9,81 m/s2 þyngdar- hröðun jarðar. Neminn getur bæði geymt gögn í sér og síðan sent gögnin þráðlaust frá sér þegar fjarskiptasamband við fartölvu er nægjanlega gott. Mæligögnum var safn- að með 148 riðum, þ.e. á hverri sekúndu eru mæld 148 gildi. Þar sem búnaðurinn hefur ekki áður verið prófaður við titrings- mælingar á hestum, var Ijóst að það yrði einn hluti af þessu forverkefni að sann- reyna að búnaðurinn virkaði. Á mynd 1 er mælibúnaðurinn sem notaður var í verk- efninu sýndur Staðsetning nema Staðsetning nema hefur veruleg áhrif á mælingarnar. í upphafi var prófað að mæla með nemann staðsettan fyrirframan hnakknef. Sú staðsetning gaf ekki góða raun. í fyrsta lagi gekk illa að festa nemann og í öðru lagi bentu mælingarnar til þess að neminn væri fyrst og fremst að skynja titring frá framfótum en síður frá afturfót- um. Megintilgangurinn er að mæla þýð- gengi hesta með tilliti til þess hvernig knapi skynjar hreyfinguna. Af mynd 2 má ráða að knapi situr að jafnað á miðju baki, það er að segja u.þ.b. miðja vegu á milli framfóta og afturfóta. Ljóst er að titringurinn sem knapi verður fyrir í reið kemur bæði frá framfótum og afturfótum. Heppilegasta staðsetning nema væri því undir miðju sæti hnakks. Þetta kallar á fyrirferðalítinn nema eða jafnvel sérstakan hnakk með rými fyrir nema. Annar kostur er að festa nemann á knapann, t.d. neðarlega á bak og mæla þannig beint titringinn sem knap- inn skynjar. Þetta gerir þó að verkum að hreyfingar knapa og áseta hafa áhrif á mælinguna. Stærð nema setur verulegar skorður hvar hægt er að staðsetja hann. Neminn sem notaður var í þessu verkefni var nokkuð fyrirferðarmikill, kassalaga með víddirnar 15x7x3 cm. Því var valin sú leið að festa hann í belti knapa á baki, sjá mynd 3. Eingöngu var mælt í lóðrétta stefnu. Lýsing á hestum og knöpum Notaðir voru fjórir reiðhestar í verkefninu, þ.e. Gná, Snör, Svörður og Vafi. Gná er al- hliðahryssa (hefur allar gangtegundir) með hreint og mjúkt tölt. Snör er alhliðahryssa með sérstaklega góðu tölti. Allar hreyfingar eru grófar, sérstaklega brokkið. Svörður er klárgengur hestur (hefur allar gangtegund- ir nema skeið). Hesturinn er frekar grófur í hreyfingum og erfitt er að halda honum á Mynd 1 - Mælibúnaður sem notaður var í mælingarnar. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.