Upp í vindinn - 01.05.2005, Qupperneq 40

Upp í vindinn - 01.05.2005, Qupperneq 40
...upp i vindinn Mælingar á ganggæðum reiðhesta Inngangur Ganggæði í íslenskum hestum eru afar mismunandi bæði hvað varðar tíguleika gangsins sem og mýkt og þægindi fyrir knapa. Oft er talað um að hestur sé þýður eða hastur á tiltekinni gangtegund byggt á huglægu mati knapa. í því forverkefni sem hér er til umfjöllunar var markmiðið að at- huga hvort það sé grundvöllur fyrir því að meta með hlutlægum hætti þýðgengi reið- hesta og hugsanlega að gefa þeim gang- einkunn. Verkefnið var samvinnuverkefni milli Verkfræðideildar Háskóla íslands og sprotafyrirtækisins Kine ehf. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Mælibúnaður Grunnhugsunin í verkefninu er að nota titr- ingsnema til að mæla og skrá ganghreyf- ingar í reiðhesti á ferð með knapa og nota svo gagnaúrvinnslu til að gefa gangein- kunn. Hægt er að hugsa sér að vera með fleiri en einn titringsnema og mæla hreyf- ingar á mismunandi stöðum á hestinum, í mismunandi stefnur og jafnvel að festa nema við knapa. Hefðbundinn mælibún- aður samanstendur af nemum sem tengd- ir eru við mælitölvu með köplum. Vírar og kaplar eru ekki hestvænn búnaður. í þessu verkefni var brugðið á það ráð að nota þráðlausan hröðunarnema sem yf- irfærir mæligögn með fjarskiptasambandi í fartölvu sem staðsett er nálægt reiðbraut hests, eða í um 20 til 60 m fjarlægð. Not- Bjarni Bessason er prófessor vib verkfræóideild Hóskóla Islands. Inga Rut Hjalta- dóttir er í meist- aranómi í bygg- ingarverkfræói. Baldur Þorgilsson er rafmagnsverk- fræðingur og einn þriggja stofnenda sprotafyrirtækisins Kine ehf. ast var við mælibúnað frá Kine ehf í Hafn- arfirði. Hröðunarneminn var af gerðinni KineAcc-1 sem hefur mælisvið frá ±0,002g og upp í (±2g. Hér er g=9,81 m/s2 þyngdar- hröðun jarðar. Neminn getur bæði geymt gögn í sér og síðan sent gögnin þráðlaust frá sér þegar fjarskiptasamband við fartölvu er nægjanlega gott. Mæligögnum var safn- að með 148 riðum, þ.e. á hverri sekúndu eru mæld 148 gildi. Þar sem búnaðurinn hefur ekki áður verið prófaður við titrings- mælingar á hestum, var Ijóst að það yrði einn hluti af þessu forverkefni að sann- reyna að búnaðurinn virkaði. Á mynd 1 er mælibúnaðurinn sem notaður var í verk- efninu sýndur Staðsetning nema Staðsetning nema hefur veruleg áhrif á mælingarnar. í upphafi var prófað að mæla með nemann staðsettan fyrirframan hnakknef. Sú staðsetning gaf ekki góða raun. í fyrsta lagi gekk illa að festa nemann og í öðru lagi bentu mælingarnar til þess að neminn væri fyrst og fremst að skynja titring frá framfótum en síður frá afturfót- um. Megintilgangurinn er að mæla þýð- gengi hesta með tilliti til þess hvernig knapi skynjar hreyfinguna. Af mynd 2 má ráða að knapi situr að jafnað á miðju baki, það er að segja u.þ.b. miðja vegu á milli framfóta og afturfóta. Ljóst er að titringurinn sem knapi verður fyrir í reið kemur bæði frá framfótum og afturfótum. Heppilegasta staðsetning nema væri því undir miðju sæti hnakks. Þetta kallar á fyrirferðalítinn nema eða jafnvel sérstakan hnakk með rými fyrir nema. Annar kostur er að festa nemann á knapann, t.d. neðarlega á bak og mæla þannig beint titringinn sem knap- inn skynjar. Þetta gerir þó að verkum að hreyfingar knapa og áseta hafa áhrif á mælinguna. Stærð nema setur verulegar skorður hvar hægt er að staðsetja hann. Neminn sem notaður var í þessu verkefni var nokkuð fyrirferðarmikill, kassalaga með víddirnar 15x7x3 cm. Því var valin sú leið að festa hann í belti knapa á baki, sjá mynd 3. Eingöngu var mælt í lóðrétta stefnu. Lýsing á hestum og knöpum Notaðir voru fjórir reiðhestar í verkefninu, þ.e. Gná, Snör, Svörður og Vafi. Gná er al- hliðahryssa (hefur allar gangtegundir) með hreint og mjúkt tölt. Snör er alhliðahryssa með sérstaklega góðu tölti. Allar hreyfingar eru grófar, sérstaklega brokkið. Svörður er klárgengur hestur (hefur allar gangtegund- ir nema skeið). Hesturinn er frekar grófur í hreyfingum og erfitt er að halda honum á Mynd 1 - Mælibúnaður sem notaður var í mælingarnar. 40

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.