Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 18

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 18
...upp í vindinn Líkindafræðilegt jarðskjálfta- áhættukort af íslandi Tillaga að gerð áhættukorts og upprunakorta fyrir jarðskjálfta fyrir EUROCODE8 Inngangur Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að skilgreina jarðskjálftaáhættu á íslandi og draga upp kort af helstu áhættusvæð- um landsins, sem sýna þá jarðskjálftayfir- borðshröðun, sem búast má við á hverjum stað. Fyrstu slíkar tilraunir voru aðallega byggðar á kortum, sem sýndu jarðskjálfta- áhrifalínur miðað við sögulega jarðskjálfta. Má þar nefna áhættukort Eysteins Tryggva- sonar o.fl. frá 1959 og kort Júlíusar Sólnes frá 1983, [1], [2]. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar var reynt að búa til hröðunar- kort með jafnhröðunarlínum, sem byggði á reiknuðum hágildum yfirborðshröðunar í sögulegum jarðskjálftum og dvínun jarð- skjálftabylgna samkvæmt stöðluðum lík- ingum. Kort þetta var gefið út sem tillaga að þjóðarskjali vegna fyrirhugaðrar gildis- töku evrópska jarðskjálftastaðalsins, Eurocode 8, á íslandi. Það var hins vegar meingallað, þar sem áhrif voru víða ofmet- in og sums staðar vanmetin og einstakir jarðskjálftar, svo sem jarðskjálftinn í Hvítár- síðu 1974, voru látnir hafa afgerandi áhrif á áhættudreifinguna. Það var því Ijóst, að Jónas Elíasson er prófessor vió verkfræóideild Hóskóla Islands. Júlíus Sólnes er prófessor við verkfræóideild Hóskóla Islands. Ragnar Sigbjörnsson er prófessor við verkfræóideild Hóskóla Islands. skipting landsins í jarðskjálftaáhættusvæði var ófullkomin og mun meiri rannsóknar- vinnu væri þörf til þess að fá fram jarð- skjálftaáhættukort fyrir landið í heild sinni, sem sýndi líklega mestu yfirborðshreyfingu í væntanlegum jarðskjálftum í formi jafn- hröðunarferla, [3]. í Suðurlandsskjálftun- um 2000 fengust mjög mikilvægar upplýs- ingar um hágildi yfirborðshröðunar á ýms- um stöðum, sem nýttust til þess að sann- prófa dvínunarhegðun jarðskálftabylgna og greina aflróf, hegðunarmynstur og upp- takavél íslenskra jarðskjálfta, [4]. Þar til viðbótar hefur verið unnið að því að endur- bæta og uppfæra jarðskjálftalista yfir ís- lenska jarðskjálfta. Þær niðurstöður hafa verið birtar nýlega í riti Ambraseys og Ragn- ars Sigbjörnssonar, [5]. Þá var á þessum tíma einnig bent á að meiri þörf væri fyrir að gera nákvæmt áhættukort fyrir höfuð- borgarsvæðið, þar sem um 80-90% af byggingarmassa landsins væri samankom- inn áður en reynt yrði að kljást við landið allt. Var því af hálfu höfunda þessarar greinar lögð áhersla á að greina fyrst jarð- skjálftaáhættu á höfuðborgarsvæðinu og voru niðurstöður þeirrar vinnu birtar í ráð- stefnuriti evrópskra jarðskjálftaverkfræð- inga frá 2002 og einnig í tímaritinu „...upp í vindinn", [6], [7]. Við líkindafræðilegt mat á jarðskjálftaá- hættu á tilteknum svæðum getur verið varasamt að reikna einungis með þekktum sögulegum jarðskjálftum sem hafa valdið áhrifum á svæðinu. Framtíðarjarðskjálftar geta átt upptök sín á nýjum stöðum og valdið öðruvísi áhrifum. Gömul upptaka- svæði, sem lengi hafa verið sofandi, geta gleymst. Eins er hætta á að áhrif einstakra nýlegra jarðskjálfta séu ofmetin og ráði þannig um of gerð áhættusvæðisins. Til þess að fá fram traustari grundvöll fyrir áhættudreifingunni hefur því verið gripið til þess ráðs að framlengja jarðskjálftasöguna með því að herma komandi jarðskjálftaat- burði með líkindafræðilegum aðferðum. Þannig má fá fram mismunandi jarð- skjálftalista með bæði öllum sögulegum Cegnsœir yfirburðir Suncooi HP Brilliant... | Dagsljós | Sólarorka Úti LJ Ug=2,8 3> Venjulegt gler Brilliant gler 14 mm .þegar krafan er um góða birtu og mjög góða vörn gegn hitageislum sólar. Kynntu þér málið á www.glerborg eða í síma 55S 3333. GLERBORG Dalshrauni 5 | 220 Hafnarfirði | Sími 555 3333 | www.glerborg.is 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.