Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 48

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 48
...upp í vindinn Settjarnir við Sævarhöfða Inngangur Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við gerð fjögurra settjarna við Sævarhöfða í Reykjavík. Þessum tjörnum er ætlað að fanga óhreinindi og mengun úr vatninu sem berst með ofanvatnskerfinu frá stórum hluta Ár- túnshöfðans og Ártúnsbrekku í ósa Elliðaár. í þessari grein er leitast við að skýra tilgang, virkni og gerð settjarna almennt og greina sér- staklega frá tjörnunum við Sævarhöfða. Hlutverk og virkni settjarna Settjarnir I ofanvatnskerfum gegna yfirleitt þrí- þættu hlutverki. í fyrsta lagi að hreinsa það vatn sem um þær fer. í öðru lagi geta þær fangað mengandi efni við mengunarslys áður en þau berast út í náttúruna og í þriðja lagi jafna þær út rennslistoppa sem einkenna frá- veitukerfi borga í úrkomutíð, en kröftugt rennsli úr fráveitukerfinu getur valdið rofi og skemmdum í viðtaka. í meginatriðum felst hreinsun óhreininda í því að halda dvalartíma ofanvatnsins í tjörn innan lágmarks marka, þannig að eðlisþungar agnir og eðlisléttar agnir nái að aðskiljast frá vökvanum og falla til botns eða fljóta upp á yfirborð. Einnig að sjá til þess að þau óhrein- indi sem næst að fanga í tjörnum, haldist þar þrátt fyrir breytileika í rennsli þar til skipulögð losun þeirra fer fram. Komist gróður og bakt- eríuflóra á legg í tjörnunum á sér stað niður- brot ýmissa efna og styrkur næringarefna lækkar. Frjálsar jónir má binda með aðsogi við efni eins og skeljasand upp að vissu marki. Því getur skeljasandur á botni tjarna eða sem síuefni nýst við hreinsun ofanvatns. Hreinsivirkni settjarna byggist m.a. á því að minnka hraða vatns gegnum tjörnina þannig að það missi flutningsgetu sína á botnfellanlegum ögnum en viðvera vatns í tjörninni verður einnig að vera það mikil að agnirnar nái að falla til botns áður en þær streyma út úr tjörninni aftur. Þarna er í raun ástæðan fyrir formi tjarnanna, þ.e. breidd til að ná niður vatnshraða, og lengd til að skapa svigrúm til að agnir falli til botns. Þegar form- Reynir Sævarsson er byggingarverk- fræðingur og starfar á umhverfis- og öryggissviði Línuhönnunar hf. Gunnar Hjartarson er byggingarverk- fræöingur og starfar sem verkefnastjóri hjó Gatnamólastofu Reykjavíkur. ið er ákveðið er það því fast rúmmál settjarn- anna sem er ákvarðandi fyrir hreinsigetu þeirra. Svíar og Þjóðverjar hafa hvorir um sig sínar aðferðir við stærðarhönnun settjarna en hér hefur verið valin leið Svía til umfjöllunar þar sem hún er m.a. gagnsærri og aðgengi- legri en aðferð Þjóðverja. Þegar settjarnir hafa verið reknar í langan tíma þarf að losa mengunarefnin úr þeim. Þá er botnfallið fjarlægt úr þeim ýmist með því að sjúga það upp með dælubílum eða moka því upp með gröfum. í botni tjarnanna er oft- ast Ijós skeljasandur þannig að auðvelt er að sjá skil mengunar og botns þegar verið er að fjarlægja það efni sem ekki á að vera þar. Einnig getur þurft að fleyta brák ofan af vatns- borðinu eða tína upp rusl í bökkum eða af botni. Saga settjarna á íslandi Umræðan um hreinsun mengunarefna úr of- anvatni í Reykjavík fékk byr undir báða vængi þegar umhverfi Elliðaánna og ástand laxa- stofnsins var til athugunar fyrir nokkrum árum. Þótti rétt að taka á mengun frá regn- vatnsútrásum þar sem sýnt þótti að hún hefði neikvæð áhrif á gæði ánna og gæti verið ein af líklega fjölmörgum ástæðum þess að laxa- stofn ánna hafði hnignað. Gerð var úttekt á því hvar skynsamlegt og nauðsynlegt væri að koma fyrir settjörnum í Elliðaárdal og var nið- urstaðan sú að tjarnirnar yrðu alls sjö. Hafist yrði handa við gerð fjögurra tjarna sem allar yrðu staðsettar ofan við gömlu brúnna yfir El- liðaárnar. Þessar tjarnir voru hins vegar ekki fyrstar í framkvæmd því settjörn við gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar var fyrst gerð, svo ein við Krókháls og loks umræddar tjarn- ir í Elliðaárdal. Settjarnirnar við Sævarhöfða áttu síðan samkvæmt áætlun að fara í fram- kvæmd fljótlega eftir gerð þessara fjögurra í Elliðaárdalnum en framkvæmdum var frestað af ónefndum orsökum. Á næstu árum er fyrir- hugað að gera fjölmargar settjarnir sem allar munu meðhöndla ofanvatn sem berst í Úlf- arsá frá fyrirhuguðum nýbyggingum á upp- landi ánna. Við gerð umferðarmannvirkja er nú ávalt hugað að því að koma settjörn fyrir á svæðum sem falla innan mannvirkjana. Dæmi um slík- ar tjarnir eru áðurnefnd tjörn við Víkurveg, Reykjanesbraut í Hafnarfirði og gatnamót Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka. Forsendur Við hönnun settjarna hefur í megin atriðum verið stuðst við tæknilegar upplýsingar og við- mið frá Svíþjóð og Þýskalandi. Svíinn dr. Thomas Larm ritaði doktorsrit- gerð um virkni og hönnun settjarna en þar gerir hann góða grein fyrir þeirri þekkingu sem til er í heimi vísindanna um málefni sett- jarna auk þess sem hann stóð fyrir eigin mæl- ingum og rannsóknum á þessu sviði I Svíþjóð. Væntingar um hreinsivirkni settjarna I Reykja- vík eru því grundvallaðar á rannsóknum dr. Larm en fyrstu niðurstöður mælinga á hreinsi- virkni settjarna í borginni benda til þess að vel hafi tekist til hér. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að hreinsun gruggs og helstu þungmálma í ofan- vatni geti orðið allt að 70% en hreinsun fos- 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.