Upp í vindinn - 01.05.2005, Side 13

Upp í vindinn - 01.05.2005, Side 13
...upp í vindinn Mynd 6 - Göngubrú á Reykjanesbraut við Ásland ■ Hafnarfirði sterkan svip á brúna. Heildarbreidd brúar- innar er 3,40 m. Brúin er 93 m löng í sex höfum með lengsta haf 18 m. Endastöplar eru steyptir, sá vestari niður á klöpp en sá eystri á þjappaðri fyllingu. Millistöplar eru ryðfríar stálsúlur fylltar með steypu sem ganga upp í steypta yfirbygginguna. Þrátt fyrir lengd brúarinnar eru engar þensluraufar í brúnni. Legur eru á báðum endastöplum og stálfestingar halda yfir- byggingunni í þveráttina. Eystri endinn er jafnframt fastur í lengdarstefnu til að taka upp hreyfingar í jarðskjálfta og vegna hita- breytinga. Vegna styttingar yfirbyggingar- innarvið uppspennu brúarinnar voru báðir JDO_ 025 rúnnsMI C/C120 Mynd 7 - Óvenjuleg útfærsla á brúarþver- sniði á göngubrú á Reykjanesbraut við Ás- land í Hafnarfirði endar hafðir lausir í lengdarstefnu fyrir uppspennu. Með því að innsteyptum stál- festingum á endastöplum annars vegar og yfirbyggingu hins vegar var hliðrað í lengd- arstefnu brúar var hægt að minnka lengd- arhreyfingar brúarinnar verulega. Að lok- inni uppspennu pössuðu efri og neðri hluti stálfestinganna saman þannig að hægt var að koma bolta fyrir og festa þannig endann gagnvart hreyfingum í lengdarstefnu. Handrið brúarinnar eru úr ryðfríu stáli og er það fest utan á brúarkantinn. Nokkur vandræði hafa skapast vegna titrings í handriðum í vissri vindátt með óþægind- um fyrir íbúa í nágrenninu. 5 Göngubrú á Jökulsá í Lóni 5.1 Staðhættir í ágúst 2004 var lokið við byggingu göngu- brúar á Jökulsá í Lóni við Eskifell ofan við ármót Jökulsár og Skyndidalsár. Jökulsá á Lóni er rúmlega 20 km austan við Höfn í Hornafirði. Göngubrúin er rúmlega 10 km ofan við vegbrú á Hringvegi. Önnur göngu- brú er á Jökulsá inn við Kollumúla en með byggingu nýrrar brúar við Eskifell varð til gönguleið frá Stafafelli í Lóni inn á Lónsör- æfi. Göngubrúin er staðsett þar sem Jök- ulsá fellur fram úr þrengingum ofan við Eskifell í tilkomumiklu landslagi. Brúin situr á klettanefi að sunnanverðu en að norðan í skógarrjóðri á klettatungu við svokallað Einstigi. Jökulsáin er síbreytileg á þessum stað og því farartálmi fyrir gangandi fólk Vegagerðin gerði kynningarskýrslu vegna framkvæmda við göngubrúna, Jökulsá í Lóni - göngubrú. Kynning fram- kvæmda. Maí 2003. Þar kemur fram lýsing á staðháttum ásamt fleiri atriðum. Hana má nálgast á heimasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/vef- u r2. nsf/pages/frkyn n ing_framkv_au.html. Fjárveiting til brúargerðarinnar fékkst samkvæmt vegaáætlun árið 2002. Brúar- flokkur Vegagerðarinnar á Reyðarfirði byggði brúna. Undirstöður voru steyptar vorið 2003 en brúin reist sumarið 2004. 5.2 Lýsing brúar Brúin er hefðbundin hengibrú með tveim- ur köplum sem eru festir í jörðu með steyptum bergakkerum. Brúin er í einu 95 Mynd 8 - Þversnið í göngubrú á Reykjanesbraut við Ásland í Hafnarfirði 13

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.