Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 33
...upp í vindinn
• Langflestir þjóðvegir, með umferð sem
réttlætir malbikun, eru innan seilingar frá
fastri malbikunarstöð. Annars staðar má
framleiða malbik með færanlegri blöndun-
arstöð.
• Arðsemislíkaninu er tiltölulega auðvelt
að breyta, skipta um einingarverð eða bæta
við kostnaðarliðum. Þar af leiðandi er hægt
að beita því á mismunandi stöðum á land-
inu. Einnig er auðvelt að endurtaka útreikn-
inga ef nákvæmari upplýsingar liggja fyrir,
til dæmis um atriði sem ekki hefur tekist að
verðleggja hingað til.
Meðfylgjandi línurit og töflur gefa til
kynna niðurstöðurnar á sýnilegra formi en
textinn hér að framan.
Önnur sjónarmið
Ýmis atriði, sem að réttu lagi ættu að koma
til álita I arðsemismati sem þessu, hefur ekki
tekist að meta til verðs að svo stöddu og það
kemur niður á áreiðanleika arðsemisreikn-
inganna. Til dæmis hefur kostnaður vegfar-
enda aðeins að litlu leyti verið tekinn með.
Ástæðan er sú að upplýsingar, sem hægt er
með góðri samvisku að heimfæra á íslensk-
ar aðstæður, eru af mjög skornum skammti.
Líklega verða vegfarendur frekar með-
mæltir malbikinu vegna þátta, sem ekki eru
teknir með í arðsemisreikningum þar sem
erfitt er að meta þá til fjár. Tíðni yfirlagna og
þar með truflana er mun meiri á vegum með
klæðingu en malbikuðum vegum. Steinkast
eftir útlögn er nokkuð í tilfelli klæðingarinn-
ar en nánast ekkert þar sem malbik hefur
verið lagt. Blæðingarhætta er hverfandi á
malbikuðu slitlagi en allnokkur á klæddum
vegum. Sléttleikinn varir lengur á malbikuð-
um vegum en klæddum. Aftur á móti er
hemlunarviðnám að jafnaði meira á klædd-
um vegum en malbikuðum. Frá sjónarmiði
veghaldara er malbikið vænlegra, ef stofn-
kostnaði er sleppt, þó erfitt sé að meta til
fjár. Nefna má tvennt. Áhrif umferðarþunga á
gæði nýlagðs malbiks eru tiltölulega lítil en
heldur meiri hætta er á göllum í klæðingu
með aukinni umferð. Áhrif vetrarviðhalds á
gæði malbiks eru takmörkuð en geta verið
umtalsverð þar sem slitlag er klæðing [2].
Umhverfissjónarmið og notkun hráefna
hafa stöðugt meira vægi í ákvörðunum um
framkvæmdir. Tafla 1 sýnir greinilega að
notkun hráefna og þar með aukin neikvæð
áhrif á umhverfið eru meiri við klæðingu en
malbik í þeim samanburði sem hér er settur
upp. Það hefur þó verið nokkur framþróun í
umhverfisvænni leysiefnum við gerð klæð-
inga og sterkara steinefni gæti minnkað
svifryksmengun. Umhverfið er svo misnæmt
fyrir loftmenguninni og einnig hugsanlegri
jarðvegsmengun eftir því hvort vegur er í
þéttbýli eða dreifbýli svo dæmi sé tekið.
Vafalaust má finna fleiri umhverfisþætti sem
koma misjafnlega út eftir því hvort malbik
eða klæðing er valin í slitlag á vegi.
Heimildir:
1. Gylfi Ástbjartsson (1997): Arðsemi end-
urbyggingar vegamannvirkja á Skeið-
arársandi. Morgunblaðið, 18.4.1997.
2. Ásbjörn Jóhannesson, Ingvi Árnason, Sig-
ursteinn Hjartarson, Sigþór Sigurðsson
og Þorsteinn Þorsteinsson (2005):
Samanburður á arðsemi malbiks og
klæðingar á þjóðvegum. Rannsókna-
skýrsla unnin fyrir Vegagerðina, 2005.
3. Ásbjörn Jóhannesson, Ingvi Árnason, Sig-
ursteinn Hjartarson, Sigþór Sigurðsson
og Þorsteinn Þorsteinsson (2004): Arð-
semi malbiks á þjóðvegum. Erindi á
ráðstefnu Vegagerðarinnar um rann-
sóknir 5. nóvember 2004.
• www.kbbanki.is
KB BANKI
- kraftur til þín!
Sérsniðin þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
KB banki býöur rekstraraðilum smærri og meðalstórra fyrirtækja
persónulega, faglega og skjóta þjónustu í fjármálum, hvort
heldur er á sviöi rekstrar eða einkafjármála.
KB ATVINNULIF
Pantaðu ráögjöf á kbbanki.is eða
komdu viö í næsta útibúi KB banka.
33