Upp í vindinn - 01.05.2017, Qupperneq 9
deildarforseti.
Háskóli íslands
Nú stunda 17 doktorsnemendur nám við deildina. Doktorsverkefnin eru
fjölbreytt og eru mikilvægur liður í rannsóknum og rannsóknasamstarfi
deildarinnar. Doktorsverkefnin eru iðulega unnin í samstarfi við aðila frá erlen-
dum stofnunum og háskólum. Doktorsverkefni og greinar sem birtar hafa verið
úr doktorsrannsóknunum má finna á heimasíðu deildarinnar.
hi.is/umhverfis og buggingarverkfraedideild/doktorsnemar
BS ndm
Á árinu 2016 brautskráðust 24 (11 konur og 13 karlar) með BS próf í umhverfis-
og byggingarverkfræði. Nokkur hluti heldur áfram og lýkur MS gráðu í verk-
fræði við deildina og öðlast þar með rétt til að fá starfsheitið verkfræðingur.
Námið er fjölbreyú og tekur á helstu sameiginlegu fagsviðum umhverfis- og
byggingarverkfræði. Deildin hefur unnið að því að styrkja og auka verklegan
þátt námsins. BS námið býður upp á fyrstu skref í átt til sérhæfingar en það er
í meistaranáminu sem nemendur sérhæfa sig á tilteknu sviði umhverfisverk-
fræði eða byggingarverkfræði.
hUs/umhverfis og byggingarverkffaedideild/umhverfis os buggingarverkfmedi
BS nemendur standa að öflugu nemendafélagi sem heitir Naglarnir.
Skólaárið 2016-2017 var Bergrós Arna Sævarsdóttir formaður félagsins. Deildin
hefur ávallt átt gott samstarf við Naglana en fræðast má um starfsemi félagsins
á heimasíðu þess, naelar.hi.is.
Meistarandm
Á árinu vörðu 16 MS nemendur ritgerðir sínar við deildina og brautskráðust
með MS próf. Meistaranám við Umhverfls- og byggingarverkfræðideild er
öflugt, alþjóðlegt nám og fjöldi nemenda í MS námi er um 50. Samstarf er við
fjölmörg fyrirtæki og stofnanir um verkefni og koma margir starfsmenn þaðan
að meistaraverkefnum sem leiðbeinendur eða prófdómarar. Þannig viðheldur
deildin meðal annars nánum tengslum sínum við atvinnulíflð og brautskráðir
verkfræðingar frá deildinni hafa verið eftirsóttir í störf að námi loknu.
Meistaranemendurnir eru: Anna Beta Gísladóttir, Burðarþolsgreining á
járnbentum steypustrendingum eð stafrænni myndgreiningartækni; Elín Ásta
Ólafsdóttir, Yflrborðsbylgjuaðferð til að ákvarða stífni jarðvegs; Guðmundur
Örn Sigurðsson, Svörun masturs vindmyllu í nærsviði jarðskjálfta; Nargessadat
Emami, Vistferilsgreining íslenskrar skólabyggingar; Arnar Freyr Þrastarson,
Ákvörðun á sig spá fyrir vegi um mýrlendi, verkefnið unnið í samstarfl við
Vegagerðina; Eyrún Pétursdóttir, Lykilþættir árangursríkrar innleiðingu
blágræna ofanvatnslausna á íslandi, verkefnið unnið í samstarfl við Alta; Illugi
Þór Gunnarsson, Viðhaldsaðgerðir klæðingaslitlaga - Samanburður m.t.t.
umhverfisáhrifa, kostnaðar og endingar; Pétur Karl Hemmingsen, Spennur í
íslensku bergi - samantekt á bergspennumælingum á íslandi; Ragnar Steinn
Clausen, Vegtenging um Skerjarfjörð; Snævarr Örn Georgsson, Samspil
grunnvatns og rennsli Tungnaár, verkefnið unnið í samstarfl við Landsvirkjun;
Sveinn Gauti Einarsson, Möguleikar á nýtingu vindorku á Sandvíkurheiði;
Urbanus Kioko Mbithi, Interpretation of Feed Zones to Map Sub-Surface
Permeability Struetures and Natural State Simulation: A Case Study of Olkaria
Domes Geothermal System in Kenya, verkefnið unnið í samstarfl við ÍSOR
og Vatnaskil; Vignir Val Steinarsson, Bergstyrkingar í Vaðlaheiðargöngum
- Samanburður uppsettra bergstyrkinga við Q-kerflð, verkefnið unnið í
samstarfl við Ósafl; Evan Alexander Adamic, Hinn norrænni andi: Arkitektúr
og endurnýjun í hinu norðlæga landslagi, verkefnið unnið í samstarfl við Líf-
9