Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 13

Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 13
Háskóli íslands Undanfarin ár hefur orðið sprenging í stafrænum framleiðsluaðferðum. Fram- leiðslutæki sem áður voru eingöngu á færi stórra fyrirtækja eru nú fáanleg á verði sem almenningur ræður við. Það er nú á hvers manns færi að eignast 3D prentara eða laserskurðarvél. Á sama tíma hefur framboðið af ódýrum eða ókeypis hönnunarhugbúnaði stóraukist. Sem dænri rná nefna hugbúnað eins og Sketchup, Tinkercad og Fusion360 sem er fáanlegur fyrir lítið sem ekkert gjald. Samhliða þessarri þróun hefur gjaldfrjálst aðgengi að fullkomnum verkstæðum aukist mikið. Sem dæmi um þetta má nefna hinar stafrænu smiðjur Fablab frum- kvöðlanetsins sem nú telja yfir 700 um allan heim, en 7 talsins eru starfræktar á íslandi. Það var í einni slíkri smiðju í Kaupmannahöfn sem ég komst fyrst í kynni við laserskurðarvél. Slíkar vélar skera efni úr plötum með hárnákvæmum laser- geisla með miklum hraða. Vélin er mötuð með vektorteikningum sem hún sker svo plötuna eða efnið með. Það er því ekki krafa að vera handlaginn til að búa til flókna hluti með slíkri vél. Ég sá þessa aðferð sem tækifæri til þess að búa til eitthvað sem með hefðbundnum framleiðsluaðferðum kræfist bæði nákvæmni og þolinmæði (Eiginleikar sem ég bý yfir af skornum skammti). Hins vegar hef ég öðlast reynslu af ýmsum hönnunarverkfærum í gegnum starfsferil minn með upplýsingalíkön bygginga (BIM) í Danmörku. Tilraunir með form og framleiðsluaðferðir Það var fyrst og fremst forvitni sem leiddi mig áfram í tilraunum mínum með hönnun fyrir framleiðslu með laserskurðarvél. Ég hef lengi heillast af náttúrule- gunr formum sem afurð af breytu- og reiknihönnun (e. parametric- & computa- tional design) og ákvað að kanna hversu langt ég kæmist með hönnun og fram- leiðslu á slíkum formum. Hinn íslenski hönnuður Einar Þorsteinn varð mér til innblásturs og ég ákvað að framleiða ljósakrónu í formi grindarhnattar (e. geo- desic dome). 13 Stafrænar framleiðslu aðferðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.