Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 34

Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 34
Upp í vindlnn í viðauka 1A með reglugerð 920/2016 eru kröfur um að ákveðið hlutfall gildra gagna skuli liggja að baki meðaltölum svo þau séu nothæf við mat á loftgæðum. Klukkustundar- og sólarhringsmeðaltöl skulu hafa 75% gild gögn og ársmeðaltöl 90%. Sjá má í töflu 2 að gögn frá mælistöðvum við Dalsmára og Hvaleyrarholt up- pfylla ekki ofantaldar kröfur fyrir viðmiðunarmeðaltöl nema að litlu leyti. Því er ekki hægt að notast við ársmeðaltal þar sem mælingar frá hvorugu árinu náðu 90% gildum klukkustundarmeðaltölum. Hlutfall gildra sólarhringsmeðaltala er mjög lágt. Gögn frá Grensásvegi eru betri með tvö fullnægjandi ársmeðaltöl 2012 og 2015. Hlutfall gildra gagna er mögulega enn lægra en þessar niðurstöður gefa til kynna þar sem lág jákvæð gildi í grennd við mælingar sem flökta unr núll- punktinn, sem bendir til gallaðra mælinga, voru ekki útilokuð frá gagnasafninu líkt og neikvæðu gildin. Að undanskildum árunum 2012 og 2015 frá mælistöðinni við Grensásveg, eru gæði gagnanna ekki fullnægjandi til þess að ákvarða um loftgæði út frá viðmiðunarmörkum reglugerðar um NOX í andrúmslofti. Ef einungis er miðað við ársmeðaltöl geta há heilsuspillandi gildi týnst í meðaltalinu. Að sama skapi getur langvarandi, tiltölulega lágur en stöðugur styrkur týnst ef einungis er miðað við klukkustundar- og dagsmeðaltöl. Þegar loftgæði eru metin er því mikilvægt að fyrir liggi gögn sem eru gild íyrir viðmiðunarmörk skammtímameðaltala og ársmeðaltala. Loftgœðaviðmið íslensku viðmiðunarmörkin skv. reglugerð 920/2016 eru byggð á heilsuvern- darmörkum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þar sem hámarks- gildi klukkustundarmeðaltals N02 er 200 pg/m3 og ársmeðaltals er 40 pg/m3. í íslensku reglugerðinni er gerð undantekning frá heilsufarsmörkum WHO þannig að klukkustundarmeðaltal N02 í andrúmslofti má fara yhr heilsuverndarmörkin í 18 skipti. Ekki er ljóst hvað liggur að baki ákvörðun um að veita undanþágu frá heilsuverndarmörkunum í íslensku reglugerðinni. Niðurstöður Til þess að mögulegt sé að meta raunveruleg loftgæði í Reykjavík ætti að legg- ja áherslu á að auka gæði gagna með því að nota fleiri og betri mælitæki, vel- ja staðsetningar þeirra út frá fræðilegum forsendum og tryggja að fullnægjandi hlutfall gildra gagna liggi fyrir. Einnig ætti að innleiða mælingar á styrk ósons í andrúmslofti víðsvegar í Reykjavík. Óson myndast við ljósrof efna sem geta leyst súrefnisatóm. Löng tímabil dagsbirtu yfir sumartímann á íslandi gætu fræðilega séð orsakað hærri styrk ósonmengunar en gengur og gerist. Hætta er á að mótvægisaðgerðum og fyrirbyggjandi aðgerðum sé ekki hrint í framkvæmd fýrr en krítískt ástand hefur myndast og styrkur mengandi efna hefur náð viðmiðunarmörkum reglugerðar. í stað þess að veita undanþágur í re- glugerð frá heilsuverndarviðmiðum WHO ætti að setja strangari viðmiðunarmörk svo tryggt sé að styrkur mengunar í lofti fari aldrei yflr heilsuverndarmörk. Greinin er byggð á verkefninu „Air quality in Reykjavik - In regard to emis- sions of NO, N02 and NOX“ eftir Ara Hauksson, Bergljótu Hjartardóttur, Linnea Granström og Lovisa Nycander. 34

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.