Upp í vindinn - 01.05.2017, Side 36

Upp í vindinn - 01.05.2017, Side 36
Upp í vindinn Spor í sandinn Viðtal við Hj ördísi Sigurðardóttur Hver er Hjördís Sigurðardóttir? Ég vil nú meina að manneskjan almennt sé í mörgum lögum sem síðan verða að einhvers konar blöndu sem endurspeglar það sem hún leggur fyrir sig og vinnur að. Ég er alin upp í sunnlenskri sveit, að Kastalabrekku í Ásahreppi. Ég er rík, eignaðist fjögur börn Sóleyju Birnu sem er langt komin með umhverfis og byggingaverkfræði við HÍ, Sigurð Nökkva sem er langt kominn með húsasmíði við Tækniskólann og svo Svanhildi Guðnýju og Arnbjörn Óskar sem bæði eru í grunnskóla. Ég hef fremur breiða menntun en ég er með BSc gráðu í matvæla- fræði frá HÍ og umhverfisskipulagi frá Lbhí og síðan er ég með MSc gráðu í land- slagsarkitektúr og skipulagi með áherslu á skipulag frá Wageningen University í Hollandi. Ég er náttúruunnandi og sæki í orku náttúrunnar gegnum ýmis konar úti- veru, ég finn bara hvað maður verður endurnærður og betur tengdur innsæi sínu eftir slíkar stundir. Einnig nýti ég frítíma með fjölskyldu og vinum. Að un- dirbúa góða máltíð og spjalla á heimspekilegum nótum finnst mér alltaf gaman. 36

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.