Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 46

Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 46
Upp í vindinn Umhverfismál Verkþekking og fjárfestingar Með stofnun Vistorku ehf. á Akureyri sumarið 2015 var ýmsum verkefnum sem eru grunnurinn að markmiðum bæjarins um að verða kolefnishlutlaust samfélag komið undir einn hatt. Þó svo að megintilgangur félagsins sé að stuðla að bættri nýtingu á innlendu hráefni til framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti kemur það einnig að innleiðingu á stefnu og markmiðum svæðisins í umhverfismálum. Á síðustu 10 árum hafa mörg verkefni á sviði Vistorku orðið að veruleika, bæði stór og smá. Öll eru þau hluti af stóru myndinni um umhverfisvænna sam- félag þar sem þekkingu er beitt til að nýta auðlindir svæðisins og leggja þannig okkar af mörkum til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum. Hér til hliðar er yfirlit yfir nokkur umhverfisverkefni sem Akureyri, ásamt fleiri sveitarfélögum við Eyjaíjörð, hefur staðið fýrir undanfarinn áratug. Bein heildarfjárfesting samfélagsins í þessum verkefnum er í kringum 4 milljarðar. EFTI R Guðmund Hauk Sigurðarson Framkvœmdastjóra Vistorku ehf. Glerárvirkjun 2 Uppsett afl 3,3 MW Lóðrétt Pelton-vél með 6 stúta Fallhæð 240 metrar GRP þrýstipípa lengd 6.200 metrar, þver- mál 90-120 cm. Virkjað rennsli 1.8 m3/sek. Áætluð árleg orkuframleiðsla 22 GWst. Áætluð gangsetning desember 2017. 46

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.