Upp í vindinn - 01.05.2017, Qupperneq 59
Háskóli íslands
Raðtölu probit-líkön
Raðtölu probit-líkön voru búin til í tölfræðiforritinu
STATA til að meta hvaða breytur höfðu tölfræðilega
marktæk áhrif á upplifun ferðamanna er varðar
akstur á íslandi. Tafla 2 sýnir samantekt yfir þær
breytur sem höfðu áhrif á erfiðleikaeinkunn fyrir þau
akstursskilyrði sem spurt var um í könnuninni. Sú
breyta sem oftast hafði áhrif á erfiðleikaeinkunn, og
í öllum tilvikum á hærri erfiðleikaeinkunn (alls sjö
af níu), var ef fólk hafði lent í árekstri á íslandi. Sú
breyta hafði áhrif á erfiðleikaeinkunn í öllum tilvikum
nema í líkani fyrir malarveg, sem var með hæstu
meðaltalseinkunn, og hraða sem var með næst lægstu
meðaltalseinkunn (sjá Töflu 1)
Árstíðirnar höfðu marktæk áhrif á erfiðleikaeinkunn
við þrjár aðstæður: Veður, einbreiðar brýr og dýr á
vegum. Ekki kemur á óvart að fólk sem ferðaðist að vetri
til var líklegra til þess að gefa hærri erfiðleikaeinkunn.
Veðrið á íslandi er óútreiknanlegt og þá sérstaklega á veturna þar sem snjókoma
og hálka geta sett strik í reikninginn, einnig miklar rigningar og vindhraði sem
gera það erfiðara fýrir ferðamenn að keyra á íslandi.
Heimaland ferðamanna hafði oft marktæk áhrif á hærri erfiðleikaeinkunn.
Ferðamenn frá Asíu og Frakklandi, Spáni og Þýskalandi svöruðu marktækt með
hærri erfiðleikaeinkunn í fimm aðstæðum af níu. Báðir hópamir höfðu hærri
erfiðleikaeinkunn þegar kom að malarvegi, veðri og ástandi vegar en þessi þrjú
akstursskilyrði tróna á toppnum yfir hæstu meðaltalserfiðleikaeinkunn (Tafla 1).
Breyta Malar- vegur Veður Ástand vegar Einbreið brú Dýr á vegi Jmferðar- skilti Slys Hraði Umferð
Árekstur á íslandi + + + + + + +
Asía + + + + +
Frakkland, Spánn og Þýskaland + + + + +
ökureynsla - - - - -
Evrópa + + + +
Austurland + + + -
Vetur + - -
Norðurlönd + + -
Önnur lönd + + +
Vestfírðir + + +
Sumar -
Vor -
Fengu uppl. um akstur +
Bretland -
Bandaríkin +
Norðurland +
Suðurland +
Kvenkyn +
Böm með í för -
+ Breytan stuðlar að hærri erfiðleikaeinkunn. - Breytan stuðlar að lægri erfiðleikaeinkunn
Samantekt yflr þær breytur sem
höfðu áhrif á erfiðleikaeinkunn fyrir
þau akstursskilyrði sem spurt var um
í könnuninni.
Lokaorð
Þeir áhrifaþættir sem erlendum ferðamönnum þótti erfiðastir við að keyra
voru: Malarvegir, veður og ástand vega. Þeir þættir sem höfðu mest áhrif
á erfiðleikaeinkunn voru ef fólk hafði lent í árekstri á íslandi, heimaland
ferðamanna, árstíðir og urn hvaða landshluta var ferðast. Rannsóknin gefur tilefni
til eftirfarandi ábendinga: Vegir verði bættir og þá sérstaklega á Vestfjörðum og
Austurlandi, einnig að fræðsla um akstur á íslandi til ferðamanna verði aukin
sem og aðlöguð að þjóðerni og árstíðum.
4? 4 4> 4> 4? 4? 4? ó? 4 4? 4?
1,« r t
Fjöldi ferðamanna um Flugstöð Leifs
Niðurstöður fyrir spurninguna: Hversu erfitt var að keyra á
Eiríkssonar 2003-2016.
íslandi með tilliti tileftirfarandi akstursskilyrða?
59