Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 60

Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 60
Upp í vindinn Hlutverk verkfrœðinnar í sjálfbœrri þróun Vitundavakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi þau áhrif sem nútí- ma lifnaðarhættir hafa á umhverfið og mörg góð skref hafa verið stigin í rétta átt til að takmarka þau. Þar má sem dæmi nefna umtalsverða aukningu í flok- kun sorps undanfarin ár, vitundavakningu um plastnotkun og ný samþykktan Parísarsáttmálann um loftslagsmál. Öll viljum við að sjálfsögðu ná settum mark- miðum en við íslendingar eigum það þó til að vera stórtæk í orðum en að fylgja þeim takmarkað eftir með verkum. Oft getur nefnilega verið erfltt að líta í eiginn barm og sjá hverju þarf að breyta, auðveldara að fela sig bakvið gnægð af en- durnýjanlegri orku og halda því fram að þar með sé takmarkinu náð. Það er þó ljóst að vistspor hins almenna íslendings er með þeim stærri í heiminum og því töluvert sem má bæta. Ábyrgð verkfræðinnar Verkfræðin hefur í gegnum tíðina skapað mikið af þeim þægindum sem við vildum ekki vera án í dag. Hún hefur á sama hátt valdið mörgum af okkar stærstu umhverfisvandamálum s.s. mengun lofts og lagar og ágangi á náttúruauðlindir. Verkfræðin hefur nefnilega lagt áherslu á tæknilegar úrlausnir en hugsað minna út í möguleg áhrif þeirra á umhverfi okkar til framtíðar. I dag er það orðið nokkuð ljóst að til þess að hægt sé að tryggja velferð til framtíðar þurfum við að þróast in- nan þolmarka náttúrunnar og því þarf að verða breyting á lifnaðarháttum. Þó svo að áskorunin sé þverfagleg þá mun verkfræðin eiga stóran þátt í þessari þróun. Vitundavakning um ábyrgð verkfræðinga er víða komin lengra á veg en hér- lendis. Víða erlendis er boðið upp á námsgráður sem byggja á sjálfbærri þróun og margar verkfræðideildir hafa innleitt áfanga byggða á þeirri hugmyndafræði inn í sitt grunnnám. Fjöldi verkfræðistofa, bæði stórar og smáar, hafa áttað sig á auknum kröfum um góða frammistöðu í umhverfismálum og því hefur það færst í aukana að ráðgjafar á sviði sjálfbærrar þróunar séu hafðir með við úrlausn verkefna. Hérlendis er þó enn töluvert í land þar sem skilningur á hugtakinu og viljinn fyrir breytingum er ekki almennur. Það er hinsvegar kominn tími til að við vöknum upp frá þeim draumi að við séum að gera allt vel nú þegar, brettum upp ermar og látum verkin tala. Stefnum á að gera betur Það er ekkert því til fyrirstöðu að við íslendingar stöndum jafnfætis nágrön- num okkar, eða framar, þegar kemur að umhverfismálum og uppbyggingu sem byggist á sjálfbærni. Til þess að úr því verði þurfa þó verkfræðingar að aðlaga sig að því að sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi við tæknilegar úrlausnir. Stór þáttur í að ná fram breytingum er hugarfarsbreyting, bæði verkfræðinga og an- narra, að hugsað sé út fyrir rammann í hverju verkefni og litið á heildarmyndina. Slík hugarfarsbreyting krefst þjálfunar og þverfaglegrar samvinnu en ekki síst vitundavakningar. Verkræðin mun gegna mikilvægu hlutverki í að skapa framtíð sem gerir okkur kleift að lifa við þau þægindi sem við lifum við í dag án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Lausnir sem þróaðar hafa verið út frá hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eru fjölbreyttar og að flnna víða um heim. Dæmi um slíkar lausnir er ólympíu- EFTIR Söndru Rán Ásgrimsdóttur Sjálfbœmiverkfrœðingur hjá Mannvit 60

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.